Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 67
6 7 og styrk kenslumálaráðaneytisins til leikara, rithöfunda o. s. frv., þótt ég hafi slept öllu þess konar í mínu yfirliti, og aðeins talið hin föstu embættislaun til kennaranna við Akuréyrarskólann, en engin önnur útgjöld til hans né til Flensborgarskólans, af því að þetta gengur ekki til uppeldis embættismanna. Pað er sama samkvæmnin í þessu og fyrri daginn hjá prófessornum, er hann var að bera saman starfsmannalaun íslendinga og Dana! V. Eftirlaun og styrktarfé. Um þessa upphæð tók ég það greinilega fram, að hún væri áætluð, af því mér væri ekki fullkunnugt um eftirlaun ýmsra manna, sem við hefðu bæzt síðan síðustu fjárlög voru samin. Eg sagði að láta mundi nærri að hún mundi verða 60,000 kr. á ári. Próf. segir: þetta er of hátt, samkvæmt skýrslu landritara verður hún ekki nema rúmar 54,000 kr. En þess ber að gæta, að þegar ég skrifaði ritgerð mína, voru nokkrir menn með mjög háum eftir- launum á lífi (t. d. Páll heitinn amtm. Briem o. fl.), sem fallnir voru frá, þegar landritarinn gaf skýrslu sína og próf. skrifaði, og kemur þá í ljós, að upphæð mín hefir einmitt verið rétt áætluð. Pví upphæðin hefði verið um 60,000 kr., ef þessir menn hefðu lifað. En að menn á bezta aldri mundu deyja svona fljótt, gat ég auðvitað ekki vitað. — Að eftirlaunabyrðin mundi minka síðar meir, hefi ég beinlínis vikið að á bls. 17, þó próf. hermi hið gagn- stæða, að ég þegi yfir því. Um VI. flokkinn (laun til starfsm. Landsbankans og búnaðao- ráðanauta) þýðir ekki að þrátta, þar sem annar bara segir »klipt«, en hinn »skorið«. En geta vil ég þess, að þegar próf. fer að telja saman embættiskostnað Dana, þá telur hann sjálfur með ♦ráðanauta viðvíkjandi fiskiveiðum og búnaði«, þó hann vilji ekki heyra slíkt nefnt á íslandi í því sambandi! fá segir próf., að ekki dugi að telja VII. flokkinn (laun eða fastar tekjur presta) með launabyrði landsmanna, af því að meiri hlutinn af föstum tekjum presta séu tekjur af kirkjueignum. En hvað kemur það málinu við? Eins og kirkjueignirnar séu ekki eign þjóðfélagsins og tekjunum af þeim mætti ekki verja til ann- arra þarfa, ef þeim væri ekki einmitt varið til að launa prestunum. Samkvæmt kenningu prófessorsins ætti þá heldur ekki að mega telja laun sýslumanna með embættisgjöldum, ef menn fyndu upp á að láta tekjurnar af þjóðjörðum landsins ganga beint upp í laun þeirra. 5'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.