Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 24
24 suma vetur. Handrit skortir eigi. því nokkuð ritfærir menn eru þar á hverjum bæ og hagyrðingar á öðrumhvorum, eða vel það. Sú sveit er einna bezt mönnuð. Par er prófastur og þingmaður, Jón Hinriksson og Porgils gjallandi, Jón Porsteinsson og Sigurður Jónsson og fleiri, sem vit hafa í kolli. Par eru og íþróttamenn mestir: skíðamenn og skauta og göngugarpar, glímumenn og sundmenn og dorgarmenn. Mývatnssveit. Mývatnssveit er »gersemi sem mest« eins og sagt er um Götu í Færeyjum. Par eru andavörp mikil. Par eru húsandir, sem hvergi munu til vera annarstaðar í víðri veröld og jafnvel fleiri andir. Silungur er í vatninu og er hann allra silunga- tegunda feitastur. Mér var sagt í bernsku, að logaði á sporði hans, hráblautum upp úr vatninu, ef kveykt væri í, og má vera, að svo hafi verið, áður en það hnignunarskeið hófst, sem Jón gamli Tómasson hafði af að segja. En líklega sviðnar hann n ú. en logar ekki. Margir menn hafa verið einkennilegir í sveitinni og eru enn til og víst er sú bygð merkileg fyrir margra hluta sakir. Álftir eru á Mývatni vetur hvern, en hverfa á sumrin. Pær eru alt að 200 og hafa þar vetursetugrið nokkurn veginn, hvort sem því veldur landslag eða mannræna, nema hvort um sig valdi. Par er jarðylur og. frýs aldrei á sumum stöðum, þótt alt frjósi annarstaðar, sem frosið getur. Mývetningar unna mjög sveitinni og er' það eigi kynlegt; því að hún hefir margar náttúrur og er »fegurst allra bygða«. Húsavík. Eldsími liggur frá Mývatnssveit neðanjarðar norður að Húsavík á Tjörnesi. t’ær hvíslast á, þegar landskjálftar ganga, og þó ekki blíðumálum, heldur heitum heiftaryrðum. Húsavík hefir vaxið mjög í seinni tíð og er sá vöxtur kominn framan úr héraðinu. Par eru fiskiveiðar á báta og fjárrækt á landi. Par er trésmíðaverkstofa með vélum og ullarvélar eru að komast þar á fót. Brauðgerðarhús er þar og skóarasmiðja, en engin vínsala, kornmylnur 2 eða 3 mjög miklar og er þar alt sem sálin þarfnast: lögspeki og guðfræði og læknislist, fyrir utan sölutorg alls konar vörutegunda. Alt fæst á Víkinni, sem líkami og sál þurfa, og fer sú sæla vaxandi, en þverrar hvergi, því að smásalar þjóta upp á hverju misseri og selur sá jafnan við lægsta verði, sem þá er yngstur í embættinu. Par er sauðfé gott. Pað er alið á fisk- úrgangi og lifur og eru ær tvílembdar og leggja sig þá á 30 kr.,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.