Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 50
5° »Pakka þér fyrir; það er sannarlega vel gert; ég er ekki upp a marga fiska í þokunni.« »Ég get nú vel trúað því, eftir því að dæma, hvernig þú barst þig að, þegar ég kom « »Nú, sástu það, ég var að velta því fyrir mér, hvaða ferlíki það væri, sem kom eftir veginum,« og bæði hlógu. Svo gengu þau af stað og ekkert orð féll á milli þeirra. Alt var svo hljótt — næstum of hljótt, og ekkert heyrðist nema stunurnar í kúnum og brakið í klaufum þeirra. Hún heyrði að andardrátturinn var órólegur hjá þeim báðum; fann að blóðið hafði aldrei streymt eins ört til höfuðs henni; hún fann að hjartað sló harðara en nokkru sinni áður, eins og það ætlaði að brjóta sér útgang gegnum brjóstið. Svo hafði hún óljósa hugmynd um það, að honum væri ekki rótt innanbrjósts. Pau hugsuðu bæði, en hvort það var það sama, sem hann bugs- aði um og hún, vissi hún ekki, þrátt fyrir það, þó hún vildi að það væru sömu hugsanirnar. Og áfram fetuðu þau ofurhægt, hlið við hlið, án þess að tal- ast við eða líta hvort á annað; augun hvörfluðu ýmist beint niður, eða runnu flóttalega fram eftir veginum og til beggja hliða. Loksins stanzaði hann, greip hönd hennar og stamaði út úr sér: »Rúna!« Augun mættust og lásu á andartaki vilja hjartnanna; mis- skildu ekkert. Hann sveipaði hendinni að mitti hennar, dró hana að sér og hvíslaði í eyra henni þessum ljúfu orðum, sem hana hafði svo oft dreymt um: »Rúna! ég elska þig og get ekki lifað án þín!« »Og ég ekki heldur án þín, elsku bezti SveinnU Svo hnýtti hún handleggina um háls hans og óteljandi kossar brunnu á vörunum. Svo héldu þau áfram og leiddust; þau gengu svo fast saman, sem þau gátu og fylgdust nákvæmlega hvort með annars hreyfingu. Þau töluðu mikið um það, hvað þau hefðu lengi þráð þessa stund hvort sínu lagi, og hvað lífið hefði orðið erfitt, hefði það dregist nokkuð lengur; eintómar kveljandi ástríður svo lengi sem hjörtun höfðu nokkra vissu fyrir því, að þau mættu vona eins og næmustu tiltinningarnar bentu til. Svo var það framtíðin, stærsta og skemtilegasta umræðuefnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.