Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 44
44 I utan með allri loðnunni, því hann hafði ekki rakað sig lengi. Hve hissa sem þeir voru, var þó engum blöðum um það að fletta, að það var Friðrik, Friðrik hinn áttundi, leitarmaður á Búrfells- heiðinni, sem stóð þarna frammi fyrir þeim með hreindýr á bakinu. Loksins var hann búinn að stynja upp því mesta af sögunni. Pegar hann kom norðan og vestan í Búrfellið, þar sem það er brattast, gekk hann þar alt í einu fram á heilan hóp af hrein- dýrum. Fau lágu þar í breiðu og bökuðu sig á móti sólargeisl- unum — og steinsváfu. Hann læddist þó að þeim ofur hljótt og hægt — allir vissu að hann gat farið hægt — og þau urðu hans ekki vör, þar til hann kastar sér yfir hrygginn á álitlegasta dýrinu. Pá vakna þau öll og stökkva á fætur. Og nú byrjar æfintýri »Per Gynts« í raun og veru. Dýrin tóku þegar til fótanna og hlupu beint ofan fjallið þar sem það var brattast. Dýrið, sem Friðrik sat á, hlóp auðvitað með. Honum leizt nú raunar ekki á slíkt ferðalag, því dýrið stökk fram af hverjum stallinum eftir annan og þó beint undan bratt- anum. En hann gat ekki fleygt sér af því, því dýrið reigði hausinn aftur á bak og hélt honum í klemmu með hornunum. Hann hafði því engin önnur úrræði en halda sér dauðahaldi um hálsinn a því, og láta svo kylfu ráða kasti. I’egar niður kom úr fjallinu tók við mýrarflóinn. Dýrin þutu á alt, sem fyrir varð og voru svo létt á sér, að þau komust klaklaust yfir allar torfærur. En dýrið, sem Friðrik var á, var þeim mun þyngra á sér en hin, að það sökk í og festi sig í einni leirkeldunni og brauzt þar um. I’á losnaði svo um Friðrik, að hann kom við kutanum sínum og vann á því. Leitunarmennirnir litu hver upp á annan. Pað var auðséð á þeim, að þeir trúðu ekki einu orði í öllum þessum samansetningi. En þarna var hreindýrið; það var þó ómótmælanlegt. Og eins hitt, að það hafði verið skorið á háls meðan það var lifandi, því það hafði blætt úr sárinu. I’eir töluðu um það hátt sín á milli, hvað í þessari sögu bæri að taka trúanlegt. Sumir héldu því fram, að það væri ómögu- legt að Friðrik hefði búið til svona sögu; hann hefði ekki vit á því. Aðrir töldu hann vísan til þess; hann væri ekki eins vitlaus eins og menn héldu. Hann vissi sínu viti. En sennilegast þótti þeim öllum, að hreindýrin hefðu hlaupið í stygð út á mýrarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.