Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 44

Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 44
44 I utan með allri loðnunni, því hann hafði ekki rakað sig lengi. Hve hissa sem þeir voru, var þó engum blöðum um það að fletta, að það var Friðrik, Friðrik hinn áttundi, leitarmaður á Búrfells- heiðinni, sem stóð þarna frammi fyrir þeim með hreindýr á bakinu. Loksins var hann búinn að stynja upp því mesta af sögunni. Pegar hann kom norðan og vestan í Búrfellið, þar sem það er brattast, gekk hann þar alt í einu fram á heilan hóp af hrein- dýrum. Fau lágu þar í breiðu og bökuðu sig á móti sólargeisl- unum — og steinsváfu. Hann læddist þó að þeim ofur hljótt og hægt — allir vissu að hann gat farið hægt — og þau urðu hans ekki vör, þar til hann kastar sér yfir hrygginn á álitlegasta dýrinu. Pá vakna þau öll og stökkva á fætur. Og nú byrjar æfintýri »Per Gynts« í raun og veru. Dýrin tóku þegar til fótanna og hlupu beint ofan fjallið þar sem það var brattast. Dýrið, sem Friðrik sat á, hlóp auðvitað með. Honum leizt nú raunar ekki á slíkt ferðalag, því dýrið stökk fram af hverjum stallinum eftir annan og þó beint undan bratt- anum. En hann gat ekki fleygt sér af því, því dýrið reigði hausinn aftur á bak og hélt honum í klemmu með hornunum. Hann hafði því engin önnur úrræði en halda sér dauðahaldi um hálsinn a því, og láta svo kylfu ráða kasti. I’egar niður kom úr fjallinu tók við mýrarflóinn. Dýrin þutu á alt, sem fyrir varð og voru svo létt á sér, að þau komust klaklaust yfir allar torfærur. En dýrið, sem Friðrik var á, var þeim mun þyngra á sér en hin, að það sökk í og festi sig í einni leirkeldunni og brauzt þar um. I’á losnaði svo um Friðrik, að hann kom við kutanum sínum og vann á því. Leitunarmennirnir litu hver upp á annan. Pað var auðséð á þeim, að þeir trúðu ekki einu orði í öllum þessum samansetningi. En þarna var hreindýrið; það var þó ómótmælanlegt. Og eins hitt, að það hafði verið skorið á háls meðan það var lifandi, því það hafði blætt úr sárinu. I’eir töluðu um það hátt sín á milli, hvað í þessari sögu bæri að taka trúanlegt. Sumir héldu því fram, að það væri ómögu- legt að Friðrik hefði búið til svona sögu; hann hefði ekki vit á því. Aðrir töldu hann vísan til þess; hann væri ekki eins vitlaus eins og menn héldu. Hann vissi sínu viti. En sennilegast þótti þeim öllum, að hreindýrin hefðu hlaupið í stygð út á mýrarnar

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.