Eimreiðin - 01.01.1906, Side 12
12
Hann sagðist skyldi standa upp af sinni jörð fyrir hinum og
þessum bónda, ef hann vildi fara vestur!
Margir góðir bændur fóru fyrir orð þessa manns og urðu
þeir fyrir miklum vonbrigðum; því að Sigurður settist sjálfur að
jörð sinni og lét hvern sjá ráð fyrir sér. Vera kann að þessir
menn hafi komið fótum fyrir sig síðar og víst vildi ég að þeim
liði vel.
Eg nefndi áður sparsemi gömlu bændanna og var það gert
til samanburðar. Nú kem ég að bændunum, sem eru miðaldra
menn. Peir eru ekki eins og Halldór gamli á Bjarnastöðum, að
þeir hiki við að hleypa sér í skuldir fyrir spýtur í lítinn kofa, eða
eins og Jón gamli í Tungu, sem dró af sér ketbitann, þegar gestur
kom í matinn.
Nú eru tekin lán og alt veðsett, sem hægt er. Fyrst vóru
jarðirnar »settar í bankann« með fyrsta veðrétti, svo með öðrum
veðrétti. Og nú eru menn farnir að veðsetja hver annan. Eg
er veðsettur náunganum og náunginn er veðsettur mér.
E!g á hér við félagslánin, þegar hver ábyrgist fyrir annan í
félagi. —
Gömlu mennirnir hrista höfuð sín »á þessu stigi málsins.«
Ein ef til vill fer þetta vel að lokum, þótt út af kunni að bregða.
Og alt er betra en sveitarhjálpin og kaupstaðalánin, sem áður
tíðkuðust.
»Straumur tímans« er nú kominn í þann farveg, að almenn-
ingur getur ekki beðið eftir því, að fé safnist fyrir með »tíð og
tíma« í sjóvetling og handraða. Menn vilja lifa góðu lífi. Og ef
fé er ekki fyrir hendi til þess, þá eru tekin lán, fyrir mat í munn-
inn og þak yfir höfuðið.
Réttardagurinn. Sá sem vildi koma í Tingeyjarsýslu og
ætti þann eina kost að dvelja þar einn dag æfi sinnar, og ef
hann vildi sjá ranghverfu hliðina á lífi sýslubúa, — þá ætti sá
maður að vera á Hraunsrétt. Sú rétt er stærst í allri sýslunni
og þótt víðar sé leitað. Par kemur saman fé úr 5 hreppum og
fjöldi manna og er þessi dagur einhver mesti sæludagur ársins.
Tá er heyverkum lokið ýmist alveg eða því sem næst, og
því fagna allir menn, sem hlut eiga að máli, hvort sem hey-
skapurinn hefir gengið vel eða illa. Hafi hann verið góður og
gagnssamur, þá er gott heilum vagni heim að aka. En ef hann
hefir illa gengið, þá er illu bezt af lokið.