Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 2
82
þessum síðustu dögum, áttu orðin, svo sem sagt hefir verið, upp-
tök sín í »blaðamannaávarpinu«, og verður ætt þeirra því eigi
rakin lengra hér.
Blaðamannaávarpið, er gefið var út 12. nóv. 1906, hljóðar
svo (aðalkaflinn):
»ísland skal vera frjálst sambandsland við Danmörku, og skal
með sambandslögum, er Island tekur óháðan þátt í, kveðið á um
það, hver málefni Islands hljóti eftir ástæðum landsins að vera
sameiginleg mál þess og ríkisins. — I öllum öðrum málum skulu
íslendingar vera einráðir með konungi um löggjöf sína og stjórn
og verða þau mál ekki borin upp fyrir konungi í ríkisráði Dana.
Á þessum grundvelli viljum vér ganga að nýjum lögum um
réttarstöðu íslands, væntanlega með ráði fyrirhugaðrar millilanda-
nefndar.«
Undir ávarpið skrifuðu þessir ritstjórar: Ingólfs, Isafoldar,
Pjóðólfs, Fjallkonunnar, Pjóðviljans, Valsins, Norðurlands og
Vestra(?); ennfremur Lögréttu, Norðra ogAustra(?) með fyrirvara,
að því er snerti ríkisráðsatriðið, sem þeim þótti ekki ástæða til að
hrófla við í þessu sambandi eða að svo stöddu.
Margir vóru þeir, er eigi vóru ánægðir með það, hvernig
blaðamannaávarpið var orðað. Pað var heldur engin furða; allir
bjuggust við, að í þessu máli mundu forsprakkarnir reyna að koma
sem bezt orði fyrir sig. En það tókst ekki allskostar — orðin
vóru ekki eins skýr eða ótvíræð og sjálfsagt var að vænta. At-
hugasemdir mátti í fyrsta lagi gera við orðin »skal vera«. Var
það ætlun ávarpsmannna að krefjast þess, að ísland yrði fram-
vegis frjálst sambandsland Danmerkur, en ekki að halda því
fram, að það væri það í sjálfu sér nú (o: ætti þann rétt, þótt
eigi væri honum skeytt)? Eða hvað eru þeir að tala um sam-
eiginleg mál landsins og »ríkisins«, — hvaðaríkis? Var hér aðeins
umtalsmál um eitt ríki? Og hvers vegna settu þeir ekki »ríkis-
ráðs«setningu ávarpsins í afleiðíngarsamband við aðalorðin »frjálst
sambandsland« ? Af hverju viðhöfðu þeir eigi orðið »sáttmálsgerð«
í staðinn fyrir »sambandslög« ? O. s. frv. — Svona gátu menn
spurt og svona spurðu sumir. En það sem mestu varðaði: hin
nefndu aðalorð — frjálst sambandsland — vóru ekki svo ákveðin
sem skyldi, og þar af leiddi þokuna. Petta vóru að vísu snotur
orð, en sá galli var á, að þau mátti skilja á fleiri vegu en einn,
og þó hafa nokkuð tií síns máls í hvert skifti. Ýmsum var það