Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Side 3

Eimreiðin - 01.05.1908, Side 3
83 ljóst, þegar er þeir sáu ávarpið, að þetta átti rót sína í, að orðin, ein út af fyrir sig, eins og þau vóru sett fram, gáfu til kynna óákveðna hugmynd. Petta leyndi sér eigi heldur í orðum og athugunum ávarps- mannanna sjálfra, fyrst í stað. Álit þeirra var að vísu óefað — þeirra, sem höfðu hugsað ávarpsorðin og það sem lá til grund- vallar fyrir þeim —, að íslendingar ættu að halda því fram við Dani, sem því minsta, er þeir gengju að, að ísland, þótt í eins konar sambandi væri við Danmörku, sé þó land með fullu frelsi. En um þetta frelsi landsins, í sambandi við og gagnvart Dan- mörku, virtust hugsanir þeirra vera mjög á reiki, og skilgreiningar þeirra líka ærið varhugaverðar, svo að útlit var jafnvel til þess, að eigi mundi betur farið en heima setið. Undir eins mátti sjá, að þeir stjórnarsinnar — »Lögréttumenn« —, er skrifað höfðu undir ávarpið með fyrirvara, lögðu þann skilning í þetta »frelsi«, að ísland ætti að sjálfsögðu að vera hluti danska ríkisins, en það er sama sem að það sé algerlega án réttarlegs sjálfstæðis eða fullveldis. Að þessi, vísvitandi eða óafvitandi, var skilningur þeirra á orðunum »frjálst sambandsland«, vottar greinilega það (eins og fram kom í blaðinu »Lögrétta«), að þeir töldu ríkisráðs- atriðið lítils virði, — það kæmi ekki málinu við; og þó er »ríkis- ráðssetan« einmitt einna ljósastur vottur þess, að með landið er farið, svo sem væri það hluti af ríki Dana! Frjálst sambandsland var því hjá þeim upprunalega (vísvitandi eða óafvitandi) = inn- limað land, því að »hluti af ríkinu* er innlimaður í ríkið. Af þeim ávarpsmönnum, er til stjórnarandstæðinga teljast (þeim er skrifuðu undir fyrirvaralaust), var sumum a. m. k. hin sjálfsagða merking orðanna ekki fullljós heldur í upphafi. En hin sjálfsagða merking var sú, er bezt tók af skariö. Peir vóru ekki allir, er til skýringa kom á ávarpinu, eins ákveðnir og æski- legt hefði verið, í því að merkja og skorða hugmyndina á þann hátt og með þeirri undirstöðu, sem nokkur verulegur til- gangur gat verið í fyrir íslendinga að hallast að og fylgja fram, þ. e. svo að þeir sæju sér betur borgið, í pólitískum skilningi, gagnvart Dönum. »Frjálst sambandsland« hlaut og varð sem sé, ef þjóðin á annað borð átti að hafa nokkurt gagn af ávarpinu og stefnunni, að þýða = sérstakt ríki, í sambandi við Dana- ríki, — og þá var það gefið, hvernig skilja bæri hin atriði ávarps- ins. Lánið var nú líka, að þeir komust brátt að þessari niður- 6*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.