Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Side 6

Eimreiðin - 01.05.1908, Side 6
86 um væri að ræða í sjálfstæðismálinu. Ályktunin, er samþykki náði, var ekki svo góð sem skyldi, og meiri hluti fundarmanna fylgdi foringjum sínum, er tillöguna höfðu samið. Hún líktist að nokkru blaðamannaávarpinu, notaði orðin »frjálst sambandslatid«, og sú eina viðbót, er miðaði til að beina þeim í sjálfstæðisáttina, var ákvæðið um, að síslendingar og Danir taki hlutdeild í að semja sem jafnréttháir aðilar«. En þetta orð »jafnréttháir« komst inn í tillöguna fyrir tilstilli aðkomumanna, er gerðu sér ferð á fundinn úr öðru héraði, til þess að ræða málið á sérríkisgrund- vellinum, svo að Ljósavatnsfundurinn varð einnig sá fyrsti al- mennur fundur á þessum tíma, þar sem sjálfstæðismálið var rakið frá þeirri hlið. Og þótt orð þeirra fengju lítt að komast að í ályktun fundarins, er þó enginn efi á, að þau vóru eigi töluð fyrir gýg. — Aukatillaga, sem samþykt var í sambandi við aðalálykt- unina og hljóðar um, að »íslendingar einir eigi rétt til íslenzkrar landhelgi*, er, það sem hún nær, hrein sjálfstæðisyfirlýsing, og veitir átyllu til að ætla þar vera hinnsanna vilja kjósendanna. — Eað er þó sannast að segja, að eftir því sem lengra leið á vorið óx gengi sjálfstæðisstefnunnar til sveita og bæja, og hugmyndir fjölda manna vóru orðnar (á tiltölulega skömmum tíma) nærri ótrúlega skýrar um höfuðatriðin, þegar farið var að halda Þing- málafundi. Ofan á varð það, er öllum hugsandi Islendingum hlaut að vera gleðiefni, að langflestir þingmálafundanna tóku eindregið í sjálf- stæðisstrenginn og samþyktu sjálfstæðistillögur. Langflestir féllust á blaðamannaávarpið (sem nú var búið að skorða sem sjálfstæðis- yfirlýsingu af réttum hlutaðeigendum) og viðhöfðu orðin »frjálst sambandsland«, er komin vóru á flot út um land alt; en ýmsir þeirra bættu við, þar sem mönnum var orðið skiljanlegt hvað um var að tefla, »meö fullveldi (eða æðsta valdi) í öllum sínum málum* o. s. frv., svo að eigi urðu þau, af neinum er þekkingu hafði, skilin nema á einn veg: land með ríkisréttindum = sérstakt ríki. Lessi landfleygu orð vóru þannig, í hinni endurbættu útgáfu (o: ákveðin) orðin góð og gild. — I samræmi við þetta er og fram- setningin í bókinni »Frjálst sambandsland«, er út kom um Pingmálafundaleytið og Einar Hjörleifsson hafði samið að tilhlutun stjórnmálamanna syðra. Má líka sjá greinilega af henni, að þá var öll sú veila horfin, er virtist hamla mönnum nægilegum skýr-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.