Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 7

Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 7
«7 leik um blaðamannaávarpstímann. Hann kemst svo að orði -á bls. 86: »1 hugmyndinni frjdlst sambandsland er það fólgið, að vér höfum konung með Dönum. I hugmyndinni er það jafnframt fólgið, að vér eigum æðsta vald á öllum vorum málum sjálfir. Hitt er samningsatriöi. hver þeirra mála vér felum Dönum. En Danir hafa þau þá með höndum fyrir þá sök eina, að vér felum þeim þau. Og þeir hafa þau ekki lengur með höndum en um semst á báðar hliðar. Með þessu móti er Island frjálst sambandsland Danmerkur. En með engu öðru móti.« Sem sýnishorn þeirra ályktana, er beztar vóru gerðar á Ping- málafundum, getur Akureyrarályktunin verið. Höf. minnist þess, að atriði þau, er að framan hafa komið til greina um orðalagið á kröfunum, vóru vandlega íhuguð þar um það leyti. Niðurstaðan varð, að orðunum »frjálst sambandsland« var haldið í tillögunni í sjálfstæðismálinu, skýrlega ákveðnum. Orsakarinnar til þess, að eigi var sett í tillöguna hið ótvíræða orð (ríki), sem hin orðin ákveðin þýddu, ber einna helzt að leita í því, er nú skal greint: Öllum, er tekið hafa þátt í umræðum og meðferð pólitiskra mála, er það kunnugt, að sigur þess, sem barist er fyrir — áhrif þau, er nást, eru að ekki litlu leyti komin undir, að samræmi sé í því, sem borið er fram, bæði inn á við og út á við, — að eigi sé talað eitt í dag og annað á morgun, og skoðanabræður segi ekki þetta á einu landshorninu og hitt á öðru. Orðin »frjálst sambandsland« höfðu komist inn í meðvitund manna, svo ræki- lega, að lítil tök vóru á mörgum stöðum að sigra með öðrum orðum. Pessi orð, sem hljóma vel, höfðu fallið í góða jörð og hægt var, ef því var að skifta, að benda andstæðingum á, að þau höfðu blaðamenn allra flokka undirskrifað; það var auðveld- ara að fá suma til þess að samþykkja þessi orð ákveðin (o: með viðbótinni) en önnur orð, er í stað þeirra væru sett, þótt þau þýddu hið sama. Fastheldni fólksins hafði gripið þau, enda vóru þau nú mjög alment rétt skilin og urðu, svo sem tekið hefir verið fram, þegar réttilega var frá þeim gengið, að teljast fullgóð. Hlutverk Pingmálafundanna, hér að lútandi, var, að lýsa yfir skoðun kjósenda á sjálfstæðismálinu, og ákveða þann grundvöll,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.