Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 8
88
er þjóbin vildi, a5 haldið yröi fram af íslands hálfu, ef til samn-
inga kæmi við Dani.
Sjálfstæðisályktun Akureyrarkaupstaðar var samþykt á
2 almennum fundum meðal kjósenda bæjarins, fyrst 20. maí, þar
sem rætt var sjálfstæðismálið einungis (90 samhlj. atkv.), og aftur
á Þingmálafundi 29. s. m. (57: 18 atkv.). Ályktunin er svo:
»Fundurinn mótmœlirþví, að væntanlegir sambandslagasamn-
ingar við Dani byggist á þeim grundvelli, að Island sé innlimaður,
óaðskiljanlegur hluti danska ríkisins, en
krefst þess, að ísland verði viðurkent frjálst sambandsland
við Danmörku, eins og það var við Noreg eftir Gamla-sáttmála,
með fullveldi yfir öllum sínum málum. — Petta felist skil-
yrðislaust í væntanlegum Nýja-sáttmála, jafnvel þótt Dönum yrði
með samningi falið að fara með einhver mál fyrir Islands hönd,
meðan svo þykir henta eftir ástæðum landsins. I öllum öðrum
málum skulu íslendingar vera einráðir meb konungi um löggjöf
sína og stjórn og verða þau mál að sjálfsögðu ekki borin upp í
ríkisráði Dana.
Samkvæmt þessu telur fundurinn sjálfsagt að Island hafi sér-
stakan fána, að landhelgin sé íslenzk og þegnréttur landanna að-
greindur.«
Eins og menn sjá, er hér sett fram hrein ríkiskrafa (»frjálst
sambandsland . . . með fullveldi yfir öllum sínum málum«, sbr.
einnig mótmælin í fyrsta lið og samlíkinguna við Gamla-sáttmála
í 2. 1. ályktunarinnar) og heimtuð viðurkenning á fullveldi lands-
ins. Af þessum grundvelli vildu kjósendur ekki að hopað væri;
á öðrum grundvelli mættu Islendingar eigi semja. Hið viðeigandi
orð »sáttmáli« (»Nýi-sáttmáli«) er og notað, því að slíkt er rétt-
ara nafn en »lög«, þegar um ákvæði milli ríkja er að ræða. Eau
atriði, sem síðast eru nefnd í ályktuninni, eru, ásamt mörgum
öðrum, ekkert annað en sjálfsögð afleiðing af hinu (ríkisatriðinu),
svo sem og kemur fram í oröalaginu (»að sjálfsögðu* og »sam-
kvæmt þessu«), en talin eru þau hér, til þess í fám orðum að
sýna afstöðu þeirra, því að mjög komu þau við daglegar um-
ræður manna á meðal.
Ályktun Seyðisfjarðarkaupstaðar 24. maí er ein af
þeim allraskörpustu:
. . . »Fari samningar fram, mótmælir fundurinn því harðlega,
að samið sé á öðrum grundvelli en þeim, að Island sé sjálfstætt