Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Page 16

Eimreiðin - 01.05.1908, Page 16
9<5 í armlögum glóeyjar falin er fold, í frjóskrúði vorsins rís glitrandi mold. Sem sofandi óvitinn brosi við brjóst, svo blundar nú góðviðrið hlýja. Og víðsýni heiðblámans hugrúmt og ljóst á heimana bendir mér nýja. Öll náttúran tengist sem hönd fest í hönd um heima og geima, um sædjúp og lönd. Alt lifandi faðmast við elskunnar arn, sem eilífðin stund þá, sem líður, og skríkir af ánægju ástglatt sem barn, þá æskufjör hjartann sýður. í ljós-sporin feta sig lífgrösin smá, — svo langar oss ungbörnin vorið að sjá. í austrinu Klettafjöll hefja sig há, sem himinsins andi vor leiti, og jöklarnir mynnast við móðuna blá, sem munblíðan kossinn hún veiti. Og elfin sem haddur frá höfði er greidd — frá hásæti konungs að fótaskör leidd. I vestrinu blasir mót vogskorin strönd, með víkum og sundum og flóum, sem staðviðrið leggur í ládeyðu-bönd og loga í röðulsins sjóum. Og hafið og loftið, í hillingar breytt, að hvort öðru falla og verða sem eitt. í norðri og suðri er búenda ból með blómlegum aldinareitum. — I skógrjóðrum fjölskyldur finna sér skjól og frumskóginn gjöra að sveitum. — Ef vorið og mannlífið héldust í hönd, þá hlýnuðu óðum vor nútíðarlönd.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.