Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 20

Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 20
lOO Náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson. Kæða flutt á minningarsamkomu Islendinga í Kaupmannahöfn 16. nóv. 1907. Eftir ÞORVALD THORODDSEN. Ekkert íslenzkt skáld hefur í ljóðum sínum lýst íslenzkri nátt- úru jafn fagurlega og snildarlega eins og Jónas Hallgrímsson, enda var það eðlilegt, náttúrulýsingar Jónasar eru ekki aðeins sprotnar af mikilli skáldskapargáfu og fegurðartilfinning, heldur einnig af skoðun og rannsókn, af djúpri athugunargreind og skilningi. Jónas var að eðli sínu náttúrufræðingur, vísindamaður, sem ekki lét sér nægja yfirborðið, hann hafði hinn mesta áhuga á, að hnýsast í leyndardóma sköpunarinnar, til þess að gjöra sér grein fyrir eðli og orsökum.1) Annað íslenzkt skáld var meiri náttúrufræðingur en Jónas, Eggert Ólafsson, fyrirmynd Jónasar og uppáhald, en náttúru- fegurðin sýnir sig ekki eins í ljóðum Eggerts, þá var ekki tízka að yrkja um náttúruna, skáldin eru eins og annað fólk nátengd umheiminum og tíðaranda samtíðarmanna sinna. Um miðja 18. öld átti skáldskapurinn víðast hvar aðallega að lýsa því, sem þarflegt er í borgaralegu lífi, og hvetja menn til nytsamlegra framkvæmda; náttúrulýsingarnar urðu því eðilega æði þurrar og áhrifalitlar, og íslenzkan var líka á því skeiði stirð og dönsku- blendin, svo rit og kvæði þeirra tíma verða óþjál aflestrar fyrir oss, jafnvel þó þau séu fögur og efnismikil í sjálfu sér. Hjá Jónasi er búningurinn alt annar, enda er stefna tímans önnur; nú lýsa skáldin tilfinningalífi manna og áhrifum náttúrunnar á manns- sálina án þess að hugsa nokkuð um notagildi skáldskaparins; þar við bætist hin leikandi lipurð Jónasar á málinu, sem hefir haft svo stórkostleg áhrif, sem allir vita. Eins og oft hefir verið bent á, er Jónas Hallgrímsson okkar fyrsta og bezta náttúruskáld. Eegar Jónas Hallgrímsson kemur fram á sjónarsviðið, höfðu Islendingar um langan aldur verið frámunalega frábitnir allri *) »Hver skilur fegurðina nema hann geti notið náttúrunnar jafnframt með viti og þekkingu, því eintóm mannleg tilfinning, sem hefir lifað í okkur unglingum, deyr út aftur með líkamunum, af hún er ekki studd við þekkingu og djúpa ást á útborði andans« segir Jónas í bréfi til Konráðs. »Skírnir« 1906 bls. 360.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.