Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Page 26

Eimreiðin - 01.05.1908, Page 26
io6 og bjart gera að líta yfir hjarnbreiðu hvíta, og ljóma’ yfir svellum og fannþöktum fellum, og glit láta falla yfir gljájökuls skalla — svo birta þau noröurhvels eyðislóð alla. En hátt upp í hæðir er horfi’ eg til þín, þú himneska ljósdýrð, sem yfir mér skín, þú ert eins og glampi frá eilífðarhliði, sem önd minni bendir í næturheims friði! II. HRAUNBÚI. Eg er í hraunum alinn fremur ljótum og ybbið skap mitt, sem þið hafið séð; en úfnu hraunin ala blóm í gjótum, og undir niðri hef ég viðkvæmt geð; og sem í hraunum lyng og blóm og birki og björt finst lindin mitt í grýttum hring, svo felst og ögn í minnar veru virki af vænni fegurð og af tilfinning. III. OH, WERT THOU IN THE COULD BLAST. (Eftir ROliERT BURNS.) Ó, stæðir þú á heiði í hríð, þar hvassast er, þar hvassast er, ég breiddi’ út mína skikkju skjótt, að skýla þér, að skýla þér. Og blési um þig harma hret á hraknings leiö, á hraknings leið, við brjóst mitt hæli byði’ eg þér í beiskri neyð, í beiskri neyð. Og ef ég væri’ í eyðimörk, á auðnar stig, á auðnar stig, í Eden hratt hún hverfðist mér, ef hefði’ eg þig, ef hefði’ eg þig. Og væri’ eg jarðheims vísir alls, þá veit mín trú, þá veit mín trú, í valds míns krónu vænstur steinn að værir þú, að værir þú.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.