Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Side 28

Eimreiðin - 01.05.1908, Side 28
io8 Hefi ég orðið þess var, að mörgum þóttu þær orð í tíma töluð. Ymsir, t. d. »skáldin«, hafa sjálfsagt firzt nokkuð við þær og þótt þær sleggjudómur eða út í hött ■—• fluttar af xungum manni«! En blöðin vóru svo sem ekki að ræða þetta, — hvað skyldu blöðin láta sér við- koma gagnrýning á íslenzkum skáldskap? Hví skyldu þau vera að fást við alvarlegt umhugsunarefni í hinum fagurfræðilegu mentum þjóðar- innar; þeirrar þjóðar, sem þó hefir getið sér mikinn orðstír i bók- mentaheiminum, orðstír, sem líklega ætti að vera flestum íslendingum áhugamál að glata ekki! Nei, ég held blöðin hafi svo sem annað að hugsa og annast; í þeim efnum verða þau aðeins að kappkosta, að krækja í sem mest af þeim leirburði, er »rímararnir« hrúga upp, til þess að fylla með hinar gínandi eyður meginmálsins. I’au eru löglega afsökuð — blaðamenskan er ekki komin lengra á veg hjá okkur sem mentamiðill í þjóðlífinu. Og skáldin sjálf og mentamennirnir? I’eir finna ekki mikla ástæðu til að vera að ræða slíkt og þvílíkt. »Skáldin hafa nóg að gera að »yrkja ljóð« og hinir hafa annað að sýsla. í’etta atriði verður því að eiga sig! — Komið hefir þó fram rödd í heyranda hljóði — sem andæfing gegn grein minni. Ein rödd, »hrópandans 1 eyðimörkinni«, Guð- mundar Friðjónssonar. Hann skrifaði um þetta í »Norðurl.« (1905) og var ekki á sama máli og ég, að því er virtist; hann mun líka hafa talið sig til þeirra, er ég þeindist að, og mátti því djarft um tala. — Hliðsjón af þessu sama er og að vísu tekin í grein Ben. kennara Bjarnarsonar í »Skírni« (4. h. 1906), en athuganir hans fara þar að mestu í sömu átt og Guðmundar. — Guðmundi á Sandi verður ekki borið á brýn áhugaleysi í því, er snertir skáldskapinn íslenzka, eins og með sanni má gera ýmsum þeirra, er honum þykja fremri. En það leynir sér þó aldrei, að hann er »í heimahögum«. Tel ég það ekki galla á manninum, langt í frá; að- eins ber ekki að missa sjónar á því, að það er svo. Hugmyndir hans bera og ætíð keim af þessu, sem eðlilegt er. Guðm. hrakti að engu leyti efni greinar rninnar. Bjóst ég ekki heldur við því, hvorki af honum né öðrum, með því að kjarni kenn- inga þeirra, er þar eru settar fram, mun koma heim og saman við skoðun hinna djúpsæjustu skálddómara nútímans: Að ljóðaformið heyri fremur til bemskuskáldskap mannkynsins en hið óbundna mál; að meiri þroska þurfi að öllum jafnaði til þess að framleiða það í óbundn- um skáldskap, er hljóti nafnið listaverk, og loks að með ljóðaformi sé miklu auðveldara að slá ryki í augu manna, svo að þeir taki úrkast og óhroða fyrir góða og gilda vöru, sem vitanlega hafi skaðvæn áhrif á vitsmunakendir þeirra (dómgreindina). Ekki var heldur gerlegt að andmæla því, að hið bundna mál er fjarlægara því, sem raungæft er eður raunvemlegt, en óbundið; við það mun og Guðm. kannast, enda liggur það í augum uppi. Talast menn nokkurn tíma við í ljóðum í hinu daglega h'fi? Og er það ekki fjarri öllum sanni — í frásögum og leikritum —- að láta persónur, sem teknar eru úr veruleikanum, gera slíkt? I’egar um þetta er að ræða, era menn gjarnir á að vitna í stór-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.