Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Page 36

Eimreiðin - 01.05.1908, Page 36
iió Laun skáldsins. Hálfdregin mynd í sögustíl. Eftir ÞORSTEIN í>ORSTEINSSON. I. I smádal einum bjó einu sinni skáld. í dalnum bjuggu fjórir aðrir bændur. Einn þeirra var fá- tækur, annar ríkur, þriðji gáfaður og sá fjórði var heimskur. Pegar vormorguninn kom og hin hækkandi sól skein yfir dalinn og bræddi burtu snjóinn — og sunnanblærinn andaði hlýjum lífskrafti yfir frjóangana smáu, sem hófu höfuð og herðar upp frá hvílurúmi sínu, og fluttu morgunbænir sínar með upplyft- um höndum til föður ljóssins og lífsins — þá varð andi skáldsins hrifinn af djúpri lotningu fyrir yndisleik vorsins. Og hann sveif á vængjum tilfinninganna um himingeima samhljómsins, út að hinum eilíf-djúpa sæ hugmyndanna. Par féllu bárurnar krystalsskærar upp að strönd óðsins, og hann settist niður í fjörunni og söng um vorið. Og söngurinn barst til hinna bændanna, og þeim þótti hann fallegur og lærðu hann. Fátæki bóndinn söng hann við vinnu sína og orðin og hljóm- urinn fjörgaði hann — lét hann gleyma basli sínu, og lyfti huga hans hærra. Og hann vann meira og leið betur, þegar hann söng, en þegar hann vann þegjandi. Ríki bóndinn söng. Ekki við vinnu sína, því hann vann sjaldan sjálfur, heldur lét hann aðra vinna fyrir sig — en hann söng, þegar honum leiddist lífið, og honum leiddist það oft. Og söngur skáldsins lyfti anda hans yfir dalalæðu þunglyndisins, unz hann komst upp í sólheima vorsins. Þá sá hann náttúruna sveip- aða öðru — langt um fegurra ljósi, en hann áður hafði séð. Nú brosti hún á móti honum, og svo brosti hann líka. Hann fór að hafa unun af að hagræða og hlúa að blómknöppum þeim, sem hann áður hafði gengið fram hjá og jafnvel stigið ofan á, án þess að veita þeim eftirtekt. Hann var farinn að vinna, án þess hann vissi af því, og var ánægður og söng. Gáfaði bóndinn söng líka. Honum fanst hver tónn í söng

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.