Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Page 43

Eimreiðin - 01.05.1908, Page 43
123 sem ég sá — alt sem mig dreymdi. — vildu heyra þaö, læra það og syngja það. — Sjálfur hafði ég unun af því og mér fanst ég þá líka veita öðrum ánægju með því.--------En það var rangt------— og þó vildi ég þér og börnunum vel. — — — Eg held, ef ég fengi að halda áfram að lifa, að ég gæti samt ekki hætt — ekki hætt að syngja — — —« þungur ofsabylur gekk yfír baðstofuna, svo það brakaði og hvein í gömlu hálffúnu viðunum, en svo leið hann yfir. Hið deyjandi skáld lyfti höfðinu lítið eitt frá koddanum, og hvíslaði svo lágt, að það rétt heyrðist: »Heilsaðu vorinu frá mér, þegar það kemur. — Ó, það er svo fagurt! — Eg sé það aldrei framar. — En það er svo gott að deyja hjá þér. — Peir eiga bágt, sem deyja einir. — Legðu lófann á hina kinnina. — Svona. — Nú er ég ánægður. — — Vertu sæl, elskan mín — æfinlega sæl — — —« Höfuðið hné máttlaust á koddann. Hann var dáinn. m. »Ja, það var að búast við, að svona færi fyrir honum,« sögðu hinir bændurnir. »Aumingja konan hans! Að það skyldi þurfa að liggja fyrir henni, að lenda saman við þennan ræfil, og eigaþessi börn með honum! Nú verða þau að fara á sveitina, veslingarnir! — Ja, þvílíkur þó ólánsbjálfi og ónytjungur sem hann var!« — »Honum hefði verið betra að þræla eins og ég geri, þá hefði hann ekki þurft að drepast úr hor þetta árið,« sagði fátæki bóndinn. »Ef hann hefði bara haft vit á því, að byrja ekki búskapinn fyrri en hann var búinn að næla dálitlu saman, eins og ég gerði, þá hefði ekki farið svona,« sagði ríki bóndinn. »Hann vantaði hyggindi, sem í hag koma. Hefði hann kunnað að beita viti sínu á þann hátt, sem ég kann, þá hefði alt farið vel,« sagði gáfaði bóndinn. »Sá, sem ekki vill vinna, á ekki heldur mat að fá,« og það lifir enginn í þessari veröld á eintómum sönglanda; eða svo virð- ist mér,« sagði heimski bóndinn. En allir sungu þeir ljóð skáldsins og kendu þau öðrum. Ekkjan hans fór í vinnumensku með yngsta barnið sitt. Hin

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.