Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Side 48

Eimreiðin - 01.05.1908, Side 48
128 mín?« hugsaði Áslaug með sjálfri sér, gekk svo fram á sjálfa brúnina og sló örmum sínum um grannvaxið birkitré, sem stóð þar með skjálfandi greinum út yfir hengiflugið; — og svo horfði hún niður. En hún sá ekkert; fjörðurinn lá þar kyr og spegil- sléttur; ekki svo mikið sem nokkur fuglhræða sæist þar á flugi. Áslaug settist aftur niður og fór aftur að syngja. En þá var greinilega svarað í sama tón, og nær en í fyrra skiftið. »Ein- hver hlýtur það að vera, hver sem það svo er«; Áslaug spratt upp og laut aptur út yfir hengiflugið. Pá sá hún niður við fjalls- ræturnar bát, sem lagt hafði verið að klettunum, og þetta var svo djúpt niðri, að báturinn sýndist eins og dálítil skel. Hún lét augað hvarfla upp á við, og sá þá rauða húfu og undir henni pilt, sem klifraðist upp eftir þverhníptu fjallinu, að kalla mátti. »Hver getur það verið?« spurði Áslaug, slepti tökum á björkinni og hörfaði langt aftur á bak. Hún þorði ekki að svara sér sjálf, því hún vissi vel, hver það var. Hún fleygði sér niður á gras- svörðinn og greip með báðum höndum í grasrótina, eins og það væri hún, sem ekki mætti missa handfestina. En grasrótin losn- aði, hún hljóðaði upp yfir sig og tók enn fastar á en áður. Hún bað guð almáttugan að hjálpa honum. En svo datt henni í hug, að þetta uppátæki í honum Póri væri að freista drottins, og hann gæti því ekki vænst eftir neinni hjálp. »Aðeins í þetta eina skifti,« sagði hún biðjandi, »aðeins í þetta eina skifti verðurðu að hjálpa honumU — og hún tók um hundinn, eins og það væri hann Þórir, sem hún vildi halda föstum, velti sér með honum yfir grassvörðinn, og henni fanst tíminn vera óendanlegur. En þá sleit rakkinn sig lausan. »Vóv, vóv«, gjammaði hann út yfir hengiflugið og dillaði rófunni. »Vóv, vóv«, gjammaði hann íraman í Áslaugu og flaðraði upp um hana; »vóv, vóv« aftur út yfir hengiflugið, og nú skaut rauðri húfu upp yfir fjallsbrúnina — og Pórir lá í örmum hennar. Og þar lá hann heila mínútu, án þess að hvorugt þeirra gæti komið upp nokkru orði. Og þegar þau loksins gátu sagt eitthvað, þá var ekkert vit í því. En þegar Knútur karlinn á Húsabæ frétti þetta, þá urðu honum orð á munni, sem töluvert vit var í; hann barði í borðið, svo að undir tók í stofunni, og sagði: »Pað er piltur, sem er eigandi, hann skal fá stelpuna!« V. G.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.