Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Page 50

Eimreiðin - 01.05.1908, Page 50
130 fengið ofurlitla tilsögn, í barnaskólanum í Reykjavík. I verklegu áttina hafði hann á þessum árum lært, auk algengrar vinnu, skósmíði. Hann hefur sagt mér sjálfur, að snemma hafi sú hugsun vaknað hjá sér, að komast út fyrir landssteinana, og leita til annarra landa, áleit, að á þeirn tímum væri hægra að ná í frægð og frama í öðrum löndum en á íslandi. Fyrst stefndi hugur hans til Kaupmannahafnar, en sú fyrir- ætlun fórst fyrir einhverra orsaka vegna. Réð hann þá af að fa a til Ameríku, og kom hingað til lands sumarið 1873, og var þá 17 ára gamall, félaus og mállaus á enska tungu. í borginni Torontó, í Ont- aríó fylkinu, dvaldi hann stöðugt sin fyrstu 9 ár í þessu landi. Stund- aði hann á þeim árum skósmíði. Allar frístundir sínar á þeim árum, notaði hann til að læra ensku, tala hana og rita, og leita sér fræðslu um hérlend mál og landsháttu. Þegar hann var orðinn fuilnuma í þessu, vildi hann reyna að komast lengra áfram, og losa sig með öllu við skóarastólinn. Tók hann sig því upp frá Torontó og flutti hingað til Winnípeg. Það var árið 1882. Um það leyti var mikið af ís- lendingum komið hingað. Hefur hann þá sjálfsagt haft þá hugsun með því, að flytja þangað sem landar voru fjölmennastir, og margir þurfandi fyrir leiðbeiningu, að leiðbeina þeim eftir mætti, og láta gott af sér leiða meðal þeirra. Það leið heldur ekki langur tími eftir að hann kom hingað, þangað til hann var til foringja kjörinn til að leiðbeina íslendingum; því 1883 var hann kosinn forseti félags, sem nefndi sig »Framfarafélag«, en sem hafði aðallega það verkefni með höndum, að leiðbeina og hjálpa fólki, sem kom frá Islandi, sem var æðimargt á þeim árum, því þá gengu þar yfir harðindi mikil, sem öllum Islend- ingum munu minnisstæð, hörðu vetrurnir 1881 og 1882. Á fyrsta forseta-ári sínu í þessu félagi fór hann á móti stórum hóp af íslend- ingum austur að hafi (til Quebec) og kom með þá hingað vestur. Eftir það var hann í 13 ár vesturfara-útflutningsstjóri frá íslandi fyrir hönd Canadastjórnar. Var sú staða miður vel þokkuð af mörgum Austur-lslendingum, sem vonlegt var; en á þeim tímum sýndist vera meiri ástæða til að flytja. fólk út úr landinu en n ú, meðan allar sam- göngur og framfarir voru í rnesta ólagi, naumast til á ættjörðunni, en tækifærin þá líka miklu glæsilegri að komast hér áfram, en þau eru hér n ú, svo sem fyrirtáks lönd, bæði í Manítóba og N. Dakóta og víðar, sem nú eru ófáanleg nerna fyrir ærna peninga. Ég vona og er þess fullviss, að íslandi verði til góðs þeir burtflutningar af fólki, sem áttu sér stað frá íslandi til Ameríku á þeim árum. Á þeim þrettán árum, sem Baldwinsson fékst við þetta starf, leiðbeindi hann fjölda fólks, sem hingað flutti, lagði því holl og góð ráð, og lét sér umhugað um það; enda eignaðist hann á þeim árum fjölda vina, sem alla tíð síðan hafa haldið við hann tryggri vináttu. Eftir að hann hætti inn- flutningsstörfum, rak hann skó- og matvöruverzlun £ nokkur ár, þangað til hann 1898 keypti blaðið »HEIMSKRINGLU«. Síðan hefur hann verið ritstjóri þess. Þegar hann keypti blaðið, var fjárhagsástand þess mjög bágborið; en svo hefur honum tekist vel með hagsýni sinni og ráðdeild að rétta það við á þessum 8 ritstjórnarárum sínum, að nú á blaðið skuldlausar eignir svo skiftir þúsundum dollara. Árið 1892 Sótti Baldwinsson í fyrsta sinn um kosningu í Nýja íslandskjördæminu,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.