Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 51

Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 51
til Manítóbafylkisþingsins; og mun hann síðar sérstaklega með tilliti til þessa hafa gjörst ritstjóri. í það sinn féll hann við kosninguna fyrir hérlendum manni. 1896 sótti hann aftur um kosningu móti kapt. Sigtr. Jónassyni, en féll þá einnig. Samt var hann ekki af baki dott- inn, þó ekki blési byrlegar en þetta í tvö fyrstu skiftin, því 1899 býður hann sig enn fram. Að líkindum hefur hann haft í huga, að þessu marki, sem hann hafði ætlað sér að komast að, skyldi hann ná, þó ekki tækist það þegar, og ætti það að vera hvöt til allra ungra manna, sem áfram vilja komast, að stefna að einhverju vissu takmarki, og gefast ekki upp fyr en að því er náð. í þetta sinn náði Baldwins^ son kosningu. Kapt. Sigtr. Jónasson var einnig í þetta sinn gagn- sækjandinn, en féll. 1903 var B. L. Baldwinsson endurkosinn; sat hann því í 7 ár samfleytt á þingi fyrir sama kjördæmið (Nýja-ísland). Á þingi hefur hann setið sér og þjóðflokki sínum til mikils sóma og gagns, þvi bæði hefur hann tekið mikinn þátt í almennum fylkismálum, og svo hefur hann reynst sínu eigin kjördæmi sá lang-duglegasti og framkvæmdarsamasti þingmaður, sem það hefur nokkurn tíma haft, og kom kjördæminu það vel, því það hafði fram að þeim tíma setið einna mest á hakanum af öllum kjördæmum fylkisins með samgöngur og aðrar verklegar framkvæmdir, sem stjórnirnar eru vanar að styðja að og styrkja í fylkinu. Baldwinsson útvegaði þá fyrstu járnbraut, sem lögð var í kjördæminu, og áreiðanlega vissu fyrir meiru af járnbrautum. Til vegabóta hefur hann útvegað sínu kjördæmi þrefalt meiri peninga- upphæð, en fyrirrennari hans gerði áður á jafnlöngum tíma. En þrátt fyrir þennan lofsverða dugnað og áhuga fyrir því, að koma áhuga- málum kjördæmis síns í æskilegt horf, varð hann samt undir við kosn- ingarnar 16. marz 1907; en það var fyrir áhrif Rússa, Galicíumanna og annarra útlendinga, sem eru auðmjúkir þegnar sambandsstjórnar- innar í Ottava. Af málum íslendinga hér hefur Baldwinsson haft mjög mikil afskifti alla tíð. Á síðari árum einkum hefur hann verið rétt- nefndur foringi mikils hluta af Vestur-íslendingum. Það hefur verið sagt om Baldwinsson á prenti — að mig minnir —-, að almennings- álitið bergmálaði hjá honum, hvernig sem það væri vaxið. Og enn- fremur, að hann hefði haldið fram þeim skoðunum, sem væru ríkjandi meðal fjöldans af löndum hér vestra, í þann og þann svipinn. En slíkt er með öllu rangt og herfilegur misskilningur. Baldwinsson er einmitt einn af þeim íslendingum, sem manna bezt hefur sýnt það, að hann hefur þorað að ganga í berhögg við skoðanir fjöldans. Til að sýna að svo er, má í fyrsta lagi geta þess, að honum einum er það upphaflega að þakka, að íslendingadagurinn — þessi eini þjóðlegi dagur ísl. vestan hafs leið ekki undir lok. Þegar sundrungin kom hér upp fyrir mörgum árum síðan út af þeim degi, þá stóð hann einn sem málsvari fyrir honum, með mikinn minnihluta af íslendingum hér á bak við sig. Nú er hann búinn að vera í 18 ár samfleytt í nefnd þeirri, sem hefur haft undirbúning þessa hátíðahalds með höndum, og allajafna verið formaður þess, enda stutt það með ráði og dáð. Má þessa minnast með þakklæti, því bæði er íslendingadagurinn stór hlekkur 1 þjóðerniskeðju vorri, og svo hefur hann auk þess ýmislegt gott látið af sér leiða, svo sem að gefa hátt á þriðja hundrað dollara, 9*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.