Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 56
136
annar tugur þessarar aldar er um liðinn, og að mann- og vöru-
flutningar með loftförum verði orðnir algengir, áður en þriðjungur
aldar vorrar er liðinn. Er nú þegar í ráði að stofna loftsiglinga-
samband til mannflutninga milli Berlínar og Kaupmannahafnar og
jafnvel byrjað að safna hlutafé til þess. Hefir verið sýnt með
rökum, að slíkar loftsiglingar mundu geta borið sig og jafnvel
gefið hluthöfum álitlegan ágóða.
Á köfunarskipum varð sú umbót 1907, að nú hefir tekist
að sigla 600 mílna langan veg neðansjávar, og haldast heilan sól-
arhring (24 kl. st.) við hafsbotn, án þess að gnægð þryti af fersku
lofti. Utbúnaður á þessum bátum er nú orðinn svo, að skipverjar
geta séð langar leiðir út frá sér á allar hliðar og varast allar
hættur, sem í vegi kunna að vera, en þó jafnframt grandað þeim
herskipum, er í sýn kunna að vera á yfirborði sjávar.
Pá þykjast og stjörnufræðingar hafa leitt sennileg rök að því,
að lifandi verur og mörg og mikil mannvirki séu á plánetunni
Mars. Myndir, sem teknar hafa verið af þeim hnetti, virðast
benda á, að þar séu mannlegar verur, og franskir stjörnufræðingar
þykjast sjá þess merki, að þær verur séu miklu lengra komnar í
mannvirkjafræði, en nokkrir menn hér á jörðu; álíta menn að
Marsbúar hafi um langan tíma verið að reyna að komast í sam-
band við oss hér á jörðunni, þótt enn hafi það ekki tekist fyrir
vanmátt jarðarbúa. En nú hafa vísindamenn fengið það hugboð,
að nota mundi mega aflið í Níagarafossi til þess, að senda svo
sterka rafmagnsstrauma til Mars, að Marsbúar fái að vita, að hér
séu lifandi og starfandi verur, sem óska sambands við þá.
Pá hefir og dr. Samuel J. Meltzer komist að því 1907, að
nota megi laxérsalt til svæfingar við holdskurði, og álíta
menn að aðferð hans við uotkun þess efnis hafi ýmsa yfirburði
yfir eldri aðferðir. Meðal annars kvað svefnlyf þetta ekki draga
neinn þrótt frá hjartanu, og þola menn því betur uppskurðinn og
svæfinguna en ella.
I mannvirkjafræði má nefna þá framför, að Edíson hefir
smíðað mótor, sem getur geymt í sér svo mikið rafmagn, að það
nægir til að knýja vagn um 14000 mílna (enskra) langanveg. Og
nú er hann að gera mótor, sem á að geta knúið vagn yfir 50000
mílna veg, án þess að afl hans sé endurnýjað. — Sami hugvits-
maður hefir og steypt stórt íbúðarhús á 12 klukkustundum, og er