Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 58

Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 58
138 bregða þeim um skort á frumleik og sjálfstæði í hugsunum og menning. En slíkt er hinn herfilegasti misskilningur. Sæmd þeirra og heiður verður engu minni fyrir það, þótt sýnt verði og sannað, að þeir hafi verið móttækilegir fyrir menningaráhrif utan að, heldur sýnir það einungis, að þeir kunnu að meta það, sem gott var, hvaðan sem það kom, — að þeir vóru engir eintrjáningar eða steingervingar, sem hlaða vildu kínverskan múr um sjálfa sig og sálarlíf sitt, heldur hinir mestu framfaramenn, sem ávalt reyndu að verða fullkomnari og fullkomnari. Pví það er einmitt aðal- skilyrðið fyrir öllum menningarþroska, bæði hjá hverri þjóö og hverjum einstaklingi, að hafa skarpskygni og hæfileika til að grípa það, sem gott er hjá öðrum, samtíðarmönnum eða fyrirrennurum, og samlaða það sínum eigin hugsunum og staðháttum, svo að það fái á sig heimabrag og fleyti mönnum áfram til meiri fullkomnunar. Engum dettur í hug að telja það vansa fyrir Japana á vorum dögum, þó þeir verði fyrir útlendum menningaráhrifum, heldur verða þeir menn að meiri fyrir vikið, ólíku meiri en Kínverjarnir, sem ekki vilja við öðru líta en heima-alnings hugmyndum sínum. Hví skyldi þá ekki sama gilda um forfeður vora? Peir sögðu: »heimskt er heima alið barn«, og það er þeirra sómi, aö þeir fundu, að hver þjóðin þarf að læra af annarri. Sá, sem mest og bezt hefir ritað um vestræn áhrif á bók- mentir og goðasagnir Norðurlanda að fornu, er hinn frægi mál- spekingur Norðmanna Sophus Bugge, eins og oft hefir áður verið minst á í Eimr. En þó að allir hafi verið samdóma um hans mikla lærdóm og skarpskygni, þá hafa þó rit hans um þetta efni jafnan sætt miklum mótmælum. Mun það og sannast, að hann hafi stundum færst í fang að sanna helzt til mikið, og með því jafnvel veikt trú manna á því, sem telja má órækt og fyllilega sannað. fví jafnvíst og það er, að sumt af því, sem hann hefir haldið fram, hlýtur að falla, eins víst er og hitt, að mikið af því mun reynast rétt eða stefna í rétta átt, þegar fram líða stundir og rannsóknir manna í þessum efnum eru orðnar meiri og full- komnari og lausari við ýmsa þá hleypidóma og miskilning, sem hingað til hefir oft við þær loðað. En nú er þessi mikli fræðimannaöldungur liðið lík (dó í fyrra- sumar), svo frá hans hendi er því miður ekki frekari rannsókna að vænta. En hann hefir eftir skilið oss og upp alið son, sem gripið hefir fána föður síns og heldur honum hátt á lofti. Hefir hann

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.