Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Side 67

Eimreiðin - 01.05.1908, Side 67
147 fyrir meðal þjóðanna, ef lagaréttindi einhverrar þeirrar eru fyrir borð borin. Reynslan sýnir og, að þjóðirnar láta sig það ekki litlu varða, hverja skoðun aðrar þjóðir hafa á gerðum þeirra, ekki fremur en ein- staklingunum stendur á sama um álit almennings á þeim. Flestar þjóðir munu því kinoka sér við slíkum lögbrotum og leita sér oftast einhverrar löglegrar ástæðu, er þær vilja beita afli við aðra þjóð, þótt enn sé mjög áfátt í þeim efnum. Hví skyldu og þjóðir og ríki gera samninga sín í milli, ef engin réttartrygging væri í þeim? Bæði Norðmenn og Svíar háðu miklar ritdeilur um lagaleg og söguleg rettindi sin á höfuðtungum heimsins, þegar skilnaðurinn varð 1905. Frægustu synir beggja þjóða háðu þá hólmgöngu (t. d. Nansen og Hedin). Hvorugur málsaðili hefir því látið sér slík réttindi í léttu rúmi liggja, á hvorum meiðnum þau væru. Af þessu ætti að vera auðsætt, hve ís- lendingum er áríðandi að gæta þeirra og vera á varðbergi, er á þau er hallað, hvort sem það er í ritum eða löggjöf. f*að væri og ekki lítils virði, ef nefndarmönnunum íslenzku tækist að fá nú skýra og ótvíræða viðurkenning Dana á ríkisréttindum vorum. Það var naumast þarfleysa að taka þetta fram. Er þá næst að snúa sér að bókinni sjálfri og efni hennar. Höfundarnir geta þess í formálanum, að þeir hafi mest »haldið sig við tímabilið 1262 —1662«, af því að allar þær breytingar, er hafa orðið á stjórnarfari Islands, eftir að einveldið komst á og alt til þessa dags eru að okkar hyggju frá lagasjónarmiði alveg þýðingarlausar fyrir ríkisréttindi landsins og réttarstöðu þess«. Dr. Jón í’orkelsson hefir séð um prentun skjala og skilríkja og ritað um tildrög þeirra atburða, er ollu því, að þau vóru samin. Er öll sú tíðinda-saga afarmerkileg. Það er sem vér sjáum og heyrum forfeður vora sjálfa segja frá öllum þeim ósköpum, rangindum og raunum, er útlent kúgunar-vald hefir látið dynja á þeim, kynslóð eftir kynslóð og öld eftir öld. Vér sjáum, hvernig því vex smámsaman bolmagn, hvernig ágangur þess færist í aukana, er því vex fiskur um hrygg. Er ekki ósennilegt, að mörgum góðum íslendingi renni til rifja, er þeir lesa um þessar hörmungar forfeðra sinna og orð skáldsins verði að sannmælum: »En kvölin, sem nísti hann, er nakinn hann lá og níðinga hnúarnir gengu honum á, hún brennur í sonarins blóði.« En vér sjáum líka, hvernig íslendingar þæfa í móti, að aðalatriðið í kröfum þeirra var í rauninni, að efnd væri heit Noregskonungs í Gamla sáttmála. Því minna þeir hvað eftir annað á þessi réttindi sín, og óheillaárið mikla 1662 tókst vopnuðu ofureflinu ekki að vinna bug á þeim, fyrr en þeim var heitið því, að forn lög og ríkisréttindi þeirra skyldu óskert og óhögguð. Það var eitt ákvæði Gamla sáttmála, að »utanstefningar viljum vér engar hafa». f'að leið samt ekki á löngu áður en þessi grein samningsins væri rofin, sem flestar aðrar. 1289 var Jörundi Hólabiskupi stefnt utan. Má nærri því kveða svo að orði, að úr því ræki hver utanstefnan aðra. Jóni biskupi Arasyni var stefnt utan, en fór hvergi. 10’

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.