Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Side 68

Eimreiðin - 01.05.1908, Side 68
148 í’á var það annað ákvæðið í Gamla sáttmála hinum endurnýjaða, að síslenzkir séu lögmenn og sýslumenm og það var tekið fram í báðum sáttmálunum, 1262 og 1263, að sjarl (eða jarlinn) viljum vér }^fir oss hafa.« Hefir það sennilega verið fyrsta brot konungs á sáttmálanum, er hann skipaði ekki jarl yfir landið, þegar Gizur Þor- valdsson dó (1268). Hefir konungi þótt hættulegt að hafa svo öflugan valdsmann í landinu, er haft gæti hirð og handgengna menn um sig og þannig hænt helztu menn landsins að sér. f’ví dreifir hann valdinu og leitast við að afnema jarlsdæmið, en fékk ekki komið því fram. íslendingar virðast hafa talið þetta ákvæði sáttmáians allmikilsvert. 1308 gaf Hákon Háleggur út réttarbót, þar sem jarlsnafn var úr lögum numið í öllu Noregsríki nema Orkneyjum, en íslendingar hafa aldrei samþykt þá réttarbót. En konungi nægði ekki að rjúfa þannig sátt- málann, heldur vóru hirðstjóra-embættin þar á ofan skipuð útlendingum, er oft vóru hinir verstu bófar og ráku erindi útlends valds eftir megni. ítreka íslendingar það og hvað eftir annað við konung, að gætt sé þess ákvæðis Gamla sáttmála, að embættismenn séu íslenzkir, en því var löngum lftill gaumur gefinn. Óðu þeir einatt uppi og léku landsbúa hart. Á »Bessastadensia« Árna Magnússonar — smávegis, er hann hefir safnað og skrásett til minnis sér um höfuðsmenn, fógeta og ýmsa umboðs- ntenn konungs á Islandi á 17. öld og prentað er í bók þessarri — má sjá, hversu sumir danskir embættismenn hafa misbeitt valdi sínu og hegðað sér eins og siðlausir menn. Einkum virðist einn fógetinn, ThomasNicolai, hafa átt sér fáa jafningja. Blöskrar manni girndar- frekja hans og ósvífni í kvennamálum, svo að jafnvel höfðingjar vorir á Sturlungaöld hafa vart jafnast þar á við hann. Að minnsta kosti hafa þeir varla misþyrmt konum sem hann. Barði hann frillu sína fyrir enga sök, svo að hún var handlama alla æfi. Hann barði og mann einn »upp frá konu sinni«, af því að hann vildi leggjast með henni. Rak svo bónda hennar af ábúðarjörð sinni, er hann fékk ekki vilja sínum framgengt. Segir Árni Magnússon og um hann, að hann hafi verið sósæmilega framfærinn í kvennasökum, þar hann reisti.« Ekkju einni varð og að orði, er hún heyrði, að hann hefði týnzt af skipi, er synir hennar tveir vóru á: »Guð gæfi, að þessar fréttir væri sannar. Ég vildi mína báða sonu gefa til þess, að hann dauður væri.« Sýnir þetta bezt, hversu hann hefir verið þokkaður. Enn var það ákveðið í Gamla sáttmála, »að sex hafskip gengju á hverju ári til landsins forfallalaust.« En þessi sáttmálsgrein var ekki haldin, fremur en aðrar. Er þess getið í annálum, að sum ár kom ekkert skip til landsins. Brátt kom þar, að konungur veitti hinum og öðrum leyfi til þess að reka verzlun á íslandi, og 1350 var öllum bönnuð verzlun við ísland nema konungi og Björgynjarmönnum. Og Norð- menn sjálfir kröfðust þess af konungum sínum, að þess væri gætt, að þeir einir rækju verzlun á íslandi. I’egar íslendingar gerðu verzlunar- samninga við Hamborgarmenn og Brimara 1527, kærðu þeir það hvað eftir annað fyrir Danakonungi, að verzlun íslands gengi mjög úr greipum sér. Það var lögtekið um skattgjald til konungs í Gamla sáttmála, »at vér viljum gjalda konungi skatt ok þingfararkaup, slíkt sem lögbók

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.