Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 71
oss ná friði og íslenzkum lögum«. í þessu felst það, að »hin fornu
íslenzku lög skulu halda áfram að vera í gildi í landinu, þangað til
önnur verða sett í staðinn á stjórnskipulega réttan hátt, og jafnframt
það, að engin lög eða aðrar réttarreglur, sem gilda í Noregi eða mynd-
ast handa Noregi, skuli þar með verða lög á íslandi nema samþykki
réttra aðila, löggjafarvaldsins íslenzka, sé fengið«. Eru tilfærð mörg dæmi
þess, að konungar gátu ekki skipað íslendingum lög, nema þau hefðu
verið samþykt á þingum þeirra, þótt þeir (konungarnir) gætu borið
þar upp lagafrumvörp, eins og stjórnir á þingum vorra tíma. En þegar
fram í sækir, tekur vald þingsins smámsaman að þverra. Þá gerast
þær breytingar á þessu atriði, að nægilegt var talið, að þau væru birt
á alþingi. Norsk og dönsk lög gátu samt ekki orðið löggild á íslandi
nema með sérstökum lagaboðum um það, Annað mál var það, að
menn greindi oft á um, hvað væri lög í landinu. Lék oft vafi á því,
hvort ýms lagaboð hefðu verið birt lögum samkvæmt eða eigi. •— þá
er spurt, hvort alþingi gæti, upp á eigin eindæmi, veitt lögum og
réttarreglum lagagildi, án konungssamþykkis, og kveðið já við því.
Er getið ýmissa samþykta og dóma, er alþingi lögtók og leitað var
ekki staðfestingar konungs á. í’að megi að sönnu segja um sumar
þessar skipanir, að þær samsvari þeim samþyktum, er sýslufélögum
sé heimilt að gera nú á dögum eða verða að teljast til þess, er fram-
kvæmdarvaldið fæst við. En sum þessarra ákvæða hafi samt sverið
löggjafareðlis*.
Athugavert og merkilegt er það, er höf. segir um ríkisréttindi
vor nú.
Þótt einveldisskuldbindingin í Kópavogi kunni að hafa verið lögleg,
þá hétum vér að eins Friðriki þriðja og niðjum hans þegnskap og
hollustu með henni og engum öðrum. Danakonungur hafði því aldrei
leyfi til þess að afsala sér þeim réttindum dönskum stjórnarvöldum f
hendur. Á þann hátt gátu þau því ekki öðlast lögleg yfirráð
yfir oss. Stöðulögin vóru sam'þykt af Dönum einum. Þótt vér
höfum veitt þeim og stjórnarskránni 1874 viðtöku, sem vitnar í þau,
og samþykt breytingar á henni 1903, þar sem ríkisráðsetuákvæðið
fræga var. þá hefir stjórn Dana samt sem áður ekki náð neinum stjórn-
réttinda-tökum á oss. í’ótt stjórnarskrárbreytingin 1903 hafi ef til vill,
viðurkent vald Dana yfir málefnum íslands, þá brast alþingi með öllu
heimild til slíks. Til þess þurfti alveg sérstaka þjóðfulltrúa-samkomu.
Afskifti Dana og stjórnar þeirra af málum vorum eru því öll ólögleg.
Hvorki þögn né vani getur löggilt þau. En nú kann margur að spyija,
hvort allar stjórnarathafnir síðan 1871 séu þá ekki ólöglegar, þar sem
þær allar hafa gerzt á grundvelli stöðulaganna. Þótt sú ályktun virðist,
ef til vill, eðlileg, er hún samt ekki rétt. Gerum ráð fyrir, að það
kæmi alt í einu upp úr kafinu um margra ára gamlan og velmetinn
dómara, að embættisveiting hans væri ólögleg eða hann heiði lengi
setið lögum gagnstætt á dómstólnum. Alt fyrir það verða dómar
hans ekki ólöglegir. Því verður blátt áfram ekki við komið — og brýtur
því nauðsyn lög. Eins verður því háttað um stjórnarathafnir, er gerzt
hafa samkvæmt ólöglegum lögum og í skjóli þeirra. Ríkisréttindi vor eru
því söm sem þau vóru daginn, sem Gamli sáttmáli var endurnýjaður.