Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 72
f’ótt íslendingar hafi ratað í margskonar mótlæti og mæðu á liðnum öldum, hafa samt engir þeir atburðir gerzt, er hafi svift þá þeim. það er sú feginssaga, er næstum því hver blaðsíða þessarrar bókar segir frá. Allir góðir Islendingar munu kunna kostnaðarmanni bókarinnar og höfundum hennar þakkir fyrir hana. Betra stjórnmálaguðspjall varð þeim ekki flutt »á þessu stigi málsins.« Sigurbur Gubmundsson. KRISTJÁN JÓNSSON: LJÓÐMÆLI. Washington, D. C. 1907. í'etta er 3. útgáfan af ljóðmælum Kr. J., og hefir bróðursonur skáldsins, séra Björn B. Jónsson, í Minneota, Minn., annast hana. Er hún talsvert með öðru móti en hinar eldri útgáfur, því bæði er niðurskipun kvæðanna alt önnur og betri, og svo er mýmörgum kvæð- um slept, en aftur bætt við 2 kvæðum, sem ekki eru í eldri útgáfunum. Hér er því aðeins um úrvalssafn að ræða, og er þá alt undir því komið, hvernig valið hefir tekist. Má óhætt segja, að það hafi vel tekist að því léyti, að í safni þessu eru öll hin beztu kvæði skáldsins, en slept hinum lakari og öllum þeim, er að einhverju leyti ríða bág við velsæmi. Þetta er nú gott og blessað; en samt finst oss, að nokkuð vanti enn á, til þess að öllum sanngjörnum kröfum sé fullnægt. Af þessu safni er sem sé ekki hægt að fá sanna mynd af skáldinu, eins og það var í raun og veru. í’etta safn sýnir naumast nema aðra hliðina, þá sem einkenna má með þessum orðum skáldsins sjálfs: Æífið alt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyr en á aldurtilastund.« En hina hliðina: »Vort æskulíf er leikur«, fá menn lítt eða ekki að sjá, og hefir hún þó alt eins mikinn rétt á sér. f’ví Kr. J. orti mikið af gáskafullum gaman- og gleðikvæðum, og var alt að því jafnvígur á þau og sorgarljóðin eða harmstunukvæðin. Sé mönnum því fyrirmunað að sjá þessi kvæði, geta menn ekki fengið rétta hugmynd um hann og skáldeðli hans. Og með þessu móti verða líka kvæði Kr. J. óhollari fæða fyrir þjóð vora, því þunglyndiseðlið er svo ríkt hjá henni, að hún má ekki við því að lesa tóm harmstunukvæði. En sé gleðidropunum blandað í gallbikarinn, þá sakar minna. Og samt er hætt við að kvæði Kr. J hafi gert mörgum meira ógagn en gagn, þrátt fyrir sína miklu alþýðuhylli og skáldlegt gildi. Þau hafa slegið á samkynja streng í sálum manna og því orðið mörgum svo kær. Á eintak af 1. útg., sem höf. þessara lína á, hefir merkiskona, sem áður átti eintakið, en nú er dáin, skrifað: »mín bezta bók.« f’etta sýnir meðal annars, hve mikils kvæðin hafa verið metin; en það sannar hins vegar ekki, að áhrif þeirra hafi ætíð verið holl. Þau hafa miklu fremur aukið á þung- lyndi manna, sem ekki var á bætandi. En nautn hafa þau veitt fjölda manna. Við útgáfu nýju kvæðanna tveggja höfum vér það að athuga, að í þeim eru auðsjáanlega rangar orðmyndir eða mislestur (eða þá hreinar prentvillur). í »Herðabreið« (bls. 20) stendur »sparnað«, sem á að vera »spornað« ; hitt ekki til í málinu. Og í »Kveldljóð« (bls. 92) á »viðbláum« að vera »víðbláinn« (— himinn). Eðlilegt er að segja, að himininn (»víðbláinn«) sveipist svörtum skýjum, en hitt er meiningar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.