Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Page 74

Eimreiðin - 01.05.1908, Page 74
154 sýnt og sannað, hve mikla þýðingu kynbætur nautpenings geta haft fyrir arð manna af honum. Samkvæmt skýrslunum fyrir árið 1905—6 hafa 10 nytlægstu kýrnar að meðaltali gefið í ársarð (mismun á fóður- kostnaði og verðgildi mjólkurinnar) tæpar 33 kr., en 10 nythæstu kýrnar aftur að meðaltali 210 kr. Gæti því bóndi, sem hefði 10 slíkar kýr, haft af þeim í ársarð (auk fóðurkostnaðar) 2100 kr. En þó má enn betur gera, því bezta kýrin 1905—6 hefir gefið í ársarð 275 kr., og tækist að bæta kúakynið svo, að margar yrðu slíkar, þá myndi hagur- inn af kúabúinu aukast stórkostlega. V. G. ALMANAK 1908. Utgefandi: Ó. S. Thorgeirsson. Winnipeg i9°7- Nú á dögum er það siður, að almanök flytja eigi einungis hinn sjálfsagða útreikning hins komanda árs, heldur líka eitthvað það, er til skemtunar geti verið lesanda eður fróðleiks. Veldur því alloftast sam- kepnin á milli útgefenda slíkra bóka, því að þótt þær allar hafi að færa hið sama dagatal, þá er þó hitt »smælkið« mismunandi nugnæmt, og að þeim, sem bezt tekst upp, hænast flestir kaupenda — og mest í aðra hönd. Þetta almanak er fremur vel úr garði gert, eins að því leyti, er skemtiefni þess snertir. Hefir síra Friðrik J. Bergmann skrifað þar grein um F’ingeyinginn Friðjón Friðriksson, er vestur fór árið 1873 og telst einn af »landnámsmönnum« íslendinga vestan hafs. Grein sú er all- fróðleg og veitir góða hugmynd urn hagi íslendinga um það skeið, er þeir vóru að berjast við að korna sér á fastan fót í hinum vestur- heimska jarðvegi. Er hún einskonar framhald af »Safm til landnáms- sögu íslendinga í Vesturheimi«, en annars er efnið í þessum árgangi sögur eða smáritgerðir, þýddar — misjafnlega vel —, sömul. viðburða- skýrslur o. s. frv. Það er annars leiðinlegt, að útgef. skuli ekki geta fengið eingöngu góðar sögur í svona litla bók. Að minsta kosti hefði honum þó átt að vera auðvelt að afla sér dálítið skárri sögu en »Kvennamaðurinn og kötturinn« er, sem frá upphafi til enda er ekkert annað en hérvillu- þvættingur í hjátrúarstíl, og þar að auki gersneydd öllu því, er skáld- sögu gerir læsilega. Eina bótin er, að sögukornið er mjög stutt. Vitanlega er »íslenzkunni« ábótavant að ýmsu í þessu »almanaki« — eins og vant er, munu sumir ef til vill segja (málvillur — óíslenzkuleg orðatiltæki — misskilningur, svo sem þegar »ekki ósjaldan« er látið þýða = oft!). En ég tel það allskostar eðlilegt, og ég er þeirrar skoð- unar, að eigi þýði það minstu vitund að vera að finna að slíku hjá Vestur-íslendingum. Þeir verða að fara sínu fram, í máli eins og öðru, og »þeirra« getur áreiðanlega ekki, er til lengdar lætur, haldið áfram að vera það sama og »hið íslenzka*. Alt hefir stna tíð, og umhverfið skapar manninn — og málið. Og svo er í hvívetna. Fáeinir íslendinga geta ekki, fremur en aðrir, haldist ósnortnir af áhrifum, umkringdir af stórþjóð, mitt í umbreytingastraumnum; þeir geta það ekki, af þvt að þetta er »sínum föstu lögum háð«, er eigi verður reist rönd við. Það er því eðlilega ekki aðeins málið sjálft, heldur og hugsun samkvæm íslenzku fari, sem nú ber ærin lýti í vestur-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.