Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 75

Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 75
155 heimskum ritum. Og þó vilj a þeir halda þjóðerni sínu og upprunalegu máli, og eru þjóðræknir mörgum fremur, er heima situr á íslandi. En það sannar aðeins hið gamla orð: »Römm er sú taug« — — Sérstaklega skal loks bent á það, sem er kostur þessa almanaks framar því, er við höfum heima, að getið er þess við mánaðardag hvern, ef hann er sérstaklega merkur í sögu þjóðarinnar (eða heims- ins, og ártal sett samhliða), án þess að klínt sé á dagana latneskum heitum ómerkilegra dýrðlinga. Er ólíkt hvað þetta er sæmra og meir til nota, og gætu þeir, er gera út »íslenzka almanakið« af þessu lært nokkuð. G. Sv. HELGI VALTÝSSON : LÍKAMSMENTUN. Rvík 1908. Þetta litla kver (60 bls.) er sérprentun úr »Skólablaðinu«, og er að nokkru leyti þýðing á norskum ritlingi um sama efni, en þó jafn- framt lagað svo í hendi, að átt geti við íslenzka staðhætti. Það var rétt gert að gefa ritgerð þessa út sem sérstakan ritling, því hún á erindi til margra og ræðir málefni, sem sannlega er vert að gefa gaum. Hve mikilsverð góð líkamsmentun er fyrir þjóðirnar, má á vorum dögurn bezt sjá á Englendingum. Hjá þeim stendur líkamsmentunin hæst, og þeir eru líka fremsta þjóð heimsins. Getur verið, að mörgum þyki það öfgar, ab þakka þetta líkamsmentun þeirra, en það mun þó sannast. að einmitt henni sé þetta að þakka framar nokkru öðru. Því einmitt við líkamsmentunina þroskast bezt ýmsir af þeim andlegu hæfileikum, sem gera menn færasta í samkepni og baráttu lífsins. En í rauninni ættum vér íslendingar ekki að þurfa að sækja þá speki til Englendinga. Því allar okkar fornsögur ættu að sýna okkur þetta betur en nokkuð annað. Meðan líkamsmentunin stóð í blóma á íslandi, þá áttum vér gnótt mikilmenna, — ekki aðeins líkamlegra, heldur og andlegra. þá voru menn hér á landi ekki einungis knáir og karlmannlegir, hugaðir og snarráðir, heldur líka spekingar að viti og reyndir að drengskap. Þá var líka fjörið og lífsgleðin margfalt meiri í landinu, en upp af henni vex jafnan dugur og framkvæmdir, þar sem hins vegar deyfðin og þunglyndið gerir menn að dáðleysingjum. En jafnótt og líkams- mentuninni hnignaði, að sama skapi gengu þessir eiginleikar forfeðra vorra til þurðar, og því lengra sem leið, því meiri varð roluskapurinn. Það er því sannarlega vel gert að hefjast nú handa og prédika gildi líkamsmentunarinnar inn í landslýðinn, ekki með orðum einum, — því þá mundi lítið á vinnast, — heldur og í verki. Og þar sem Ungmennafélög þau, sem nú eru að rísa upp, hafa einmitt sett sér það mark, að vinna að þessu, þá ætti að styðja þau og styrkja til þess á allar lundir. Það er og fyllilega rétt, sem höf. tekur fram, að líkams- mentunina ætti að gera að sérstakri námsgrein við hinn nýstofnaða kennaraskóla og smámsaman við alla alþýðu og barnaskóla. Og yfirleitt eru bendingar þær, sem ritgerð hans gefur, svo mikils virði að vér viljum ráða öllum þeim, sem ant er um uppeldi barna sinna og æsku- lýðsins yfir höfuð, að kynna sér hana — og breyta eftir henni. Aftan við ritgerð sína hefir höf. hnýtt einskonar herhvöt til æsku- lýðsins, sem hann hefir tileinkað Ungmennafélögunum, enda er hún vel til þess fallin að syngjast í þeim. Hún hljóðar svo:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.