Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 76

Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 76
Hlær mér hjarta í barmi, hreyfist æskukraftur, stál i sterkum armi stælast tekur aftur. Hlær mér hugur glaður, hraust’r er sérhver drengur, frískur, frækinn, hraður fram í lífið gengur. Ber er hver að baki, bróður nema eigi; nái tíu taki, tekst þeim margt á degi. Hrindum svefni’ af hvarmi! Hratt að verki snjallir! Hrekjum hræðslu’ tír barmi! Höldum saman! — Allir! Brennur æska í barmi, bálar fjör í augum; spriklar afl í armi, ærslast líf i taugum. Kring oss skjaldborg! Skilja skulum ei á foldu! Vígjum þrek og vilja vorri fósturmoldu! Það eru hollar hugsanir, sem liggja bakvið þetta litla kvæði og alla ritgerð höf., og þær eru bornar fram með öruggri trú og eldmóði. Og vel sé hverjum þeim, sem tekur að sér að hlúa að þeim fræjum, sem hann og Ungmennafélögin eru nú að sá, því upp af þeim má margt gott spretta fyrir þjóðfélag vort — meira en margur hyggur. Mætti hér sannast hið fornkveðna: »Mjór er mikils vísir.« V. G. íslenzk hringsjá. JÓN ÓLAFSSONS OPLEVELSER II. Overs. af Sigf. Blondal, Khöfn 1907. þessi bók er 2. bindið af sögu Jóns Ólafssonar Indíafara, sem getið var um í Eimr. XII, 155—6, en 7. bindið af »Memoirer og Breve«, sem þeir Julius Clausen og P. Fr. Rist gefa tít. Segir þar frá Indlandsferð Jóns á árunum 1622 — 24 og er stí saga eftir sjálfan hann; en aftan við þá frásögu er svo skeytt stuttu ágripi a æfisögu Jóns eftir að hann kom heim til Islands, og er sá kaflinn ritaður af syni hans Ólafi Jónssyni. Þetta síðara bindi af sögu Jóns er ekki síður merkilegt en fyrsta bindið, og var þó margt á því að græða. Er frásögnin öll svo glögg og greindarleg, að furða má heita eftir óbreyttan almtígamann á þeim tímum. Maðurinn hlýtur að hafa haft framtírskarandi gott minni, því hér virðist hann ekki hafa getað stuðst neitt við dagbækur, þótt hann kynni að hafa ritað eitthvað hjá sér á ferðinni, þar sem hann misti öll plögg sín á heimferðinni og fékk aldrei aftur. Tildrögin til þess að Jón fór þessa ferð, voru þau, að Kristján fjórða langaði til að ná í nokkuð af þeirri arðsömu verzlun, sem Porttígalsmenn og Hollendingar ráku þá í Austurasíu. Var því stofnað verzlunarfélag í því skyni (»Dansk-ostindisk Kompagni«) í líkum stíl og á Hollandi, og sigldi fyrsti flotinn af stað 14. nóv. 1618 og kom aftur heim vorið 1622. í þeirri ferð stofnuðu Danir hina fyrstu nýlendu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.