Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 2

Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 2
78 Á fyrri tímum ímynduðu menn sér, að ormar kviknuðu í mat- vælum, maurar í osti, víur í fiski o. s. frv. Að ætlun manna sköpuðust þessi dýr, ormarnir og önnur smákvikindi, á einhvern óljósan hátt úr dauðum eða ólífrænum efnum; fæstir munu nú reyndar hafa gert sér glögga grein fyrir, hvernig þetta mætti verða. f’essari skoðun bregður enn stundum fyrir hjá ófróðu fólki. Pað væri í raun og veru alveg jafn-sennilegt, að kálfar og folöld kviknuðu innan í heybing, því ormarnir eru, þó þeir séu minni, á sinn hátt alveg eins fullkomin dýr, með margbreyttum líífærum, undursamlega löguðum eftir lifnaði þeirra. Pessi kviknunartrú hélzt framan úr fornöld hjá öllum þorra vísindamanna fram á 17. öld, og eftir þekkingarstigi því, sem þá var, var hún í raun og veru eðlileg; menn sáu kjöt og fisk fyllast af möðkum, fundu orma innan í ávöxtum, sáu matvæli mygla o. s. frv., án þess sýnilegt væri í fljótu bragði, að lifandi yrmlingar eða fræ kæmu utan að, og enginn nenti að vera að grúska í því, hvernig á þessu stæði, en meginþorri manna tók í þá daga alt trúanlegt, sem þeim var sagt. ^ Italskur náttúrufræðingur, Fransiscó Redí, sýndi 1668 með tilraunum, að kjöt maðkaði ekki, ef flugur gátu ekki komist að því, og að ormar yfirleitt gátu ekki kviknað við rotnun efna. Redí dró þá ályktun út af tilraununum, að engin kviknun ætti sér stað, eggið eða fræið yrði að koma einhversstaðar að. Pegar menn fóru að nota sjónauka, fundu náttúrufræðingar fljótt, að þessir ormar og yrmlingar og öll hin smærri skordýr voru marg- samsett, með hentugum líffærum og margbreyttu sköpulagi, að þau æxluðust eins og æðri dýrin, gátu af sér egg og afkvæmi, sem hafði svipað eðli eins og hin stærri dýr, þó þau væru smá- vaxin. Menn urðu því alment sannfærðir um, að smáyrmlingar gætu eigi kviknað í rotnuðum efnum af sjálfu sér.1 Síðar urðu sjónaukarnir fullkomnari og tilraunirnar nákvæmari; þá fundust enn smærri dýr, sem virtust koma fram eins og skollinn úr sauð- arleggnum í rotnuðum og skemdum efnum; nú voru takmörkin 1 Það er alment talið, að Harvey (1578—1658), hinn nafnfrægi læknir, sem fann blóðrás mannsins, hafi fyrstur komið með setninguna »alt lifandi kemur úr eggi« (omne vivum ex ovoj, en Th. Huxley, sem nákvæmlega hefir lesið rit hans, segir að það sé eigi rétt; þessarar setningar sé þar hvergi getið. Harvey virðist þvert á móti hafa trúað á sjálfskviknun hinna lægstu dýra, eins og aðrir fræðimenn í þá daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.