Eimreiðin - 01.05.1910, Side 4
8o
á svipa&an hátt eins og hinar stærri jurtir og dýr. Með marg-
breyttum rannsóknum hefir fundist og sannast, að loftið úir og
grúir af örsmáum lífögnum, sem alstaðar geta komist að og tímg-
ast og aukist með ótrúlegum hraða, þar sem lífsskilyrðin eru
hentug. Þetta örsmáa líf hefir hin mestu áhrif á alt hið æðra og
margbrotna líf hinna stærri dýra og jurta; þaðan stafa sóttkveikjur
allar, sem læknisfræði nútímans altaf er að glíma við, öll rotnun
og sundurleysing hinna dauðu líkama o. s. frv. Rannsóknir á
þessum smáögnum voru af almenningi langt fram yfir miðja 19.
öld álitnar hégómi einn, fordild og sérvizka einstakra vísinda-
grúskara, en nú hafa þessar rannsóknir svo mikla þýðingu fyrir
mannkynið, að undrum sætir; mannlífið og menningin hefir í mörg-
um greinum haft svo mikil not af uppgötvunum þessum, að fram-
farirnar hafa aukist stórkostlega; en hér á ekki við að fara lengra
út í þá sálma.
Pó menn nú þekki aragrúa af örsmáum lífögnum af ýmsum
flokkum og með ýmsu eðli, og geti rannsakað margar þeirra mjög
nákvæmlega, þá hefir það sýnt sig, að engin þeirra kviknar af
sjálfu sér af dauðum efnum, allar eru á einhvern hátt getnar af
lífögnum af sama tægi, alveg eins og hin æðri dýr og jurtir.
Sjálfskviknun eða sjálfsmyndun hins óæðra lífs þekkist ekki lengur
í heimi vísindanna. En einhvern tíma hlýtur lífið þó að hafa
byrjað á lægsta stigi á jörð vorri, og þá segja margir, að lífsfræ
hljóti að hafa kviknað af ólífrænum efnum snemma á myndunar-
tíma jarðarinnar, þegar eðlis-kringumstæður voru alt aðrar en nú.
Sumir hafa skapað sér ýmsar fáránlegar sköpunar-tilgátur, sem
þeir varla trúa sjálfir, hvað þá heldur aðrir. Hið sanna er, að
vísindin hafa ekki hina minstu hugmynd um hinn fyrsta uppruna
lífsins á jörðunni. Niðurstaða vísindanna í þessum greinum lýsir
sér bezt í orðum Kelvíns lávarðar, hins mikla eðlisfræðings;
hann segir: »Líflaust efni getur aldrei orðið að lifandi efni, nema
af verkunum lifandi tilveru. Þetta virðist mér vera eins óhaggandi
náttúrulögmál eins og þyngdarlögmálið«.
Efnafræðingum hefir á seinni tímum tekist að mynda ýmsar
lífrænar samsetningar, efnablandanir, sem í náttúrunni koma ein-
göngu fyrir í líkömum dýra og jurta; en þar vantar það, sem
mest á ríður, lífið sjálft; lifandi og dautt frymi er svo ólíkt hvað
öðru, að þar er enginn samjöfnuður mögulegur. Aðalefni hinnar
lifandi náttúru er eggjahvítan, en ekki hefir efnafræðingunum þó