Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 7
83 höndum, óskemdur líkami, þá þarf aðeins hita, raka og ljós til þess, að lífLö geti vaknað, þróast og unnið, eins og gufuvél, sem er hituö«. Vér hverfum þá aftur að því, sem fyr var frá horfið, og get- um nokkuð nánar um skoðanir fræðimanna og bollaleggingar um uppruna og tilkomu lífsins á jörðunni. Skoðanir manna um hina fyrstu kviknun lífsins á jörðunni eru, sem fyr var getið, mjög á reiki, og eiginlega ekki annað en tilgátur og hugartildur. W. Preyer hugsaði sér, að frumefni lífkvoðunnar mundu hafa getað lifað í gló- andi eldi á fyrstu myndunartímum jarðarinnar; Pflúger hugsaði sér líka, að lífið á fyrsta stigi hefði uppruna sinn úr eldi, þegar jörðin var glóandi eldhnöttur. Petta telja aðrir vísindamenn nú heilaspuna og fjarstæðu. Margir voru til skamms tíma á þeirri skoðun, að frymið mundi enn geta myndast á sævarbotni af kemiskum samdrætti ólífrænna efna, og að hinar lægstu dýralífs- verur, »amöbur« og »mónerur«, líffæralausir hlaupkekkir á marar- botni, sem lifa, éta og æxlast, þrátt fyrir líffæraleysið, væru svona tilorðnar. Menn þóttust meðal annars á úthafsbotni hafa fundið hyldisveru, er þeir kölluðu djúplíf (bathybius), sem átti að vera frumskapnaður og grundvöllur alls lífs; en þá fór svo illa, að það sannaðist, að frumdýr þetta var ekki til, menn höfðu flaskað á slepju, sem myndast hafði í vínandaglösum af ólífrænum efnum, og höfðu jafnvel menn eins og Huxley og Hcickel ritað allmikið um þessa uppgötvun, sem kendi þeim og öðrum að vera ekki of fljótir á staðhæfingum, þar sem um jafnörðugt efni var að ræða. Menn eru nú yfirleitt komnir að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki hægt að skilja uppruna lífsins á jörðunni; þar geti menn enn ekki komist að með athugunum sínum og tilraunum. En þá er að grípa til þeirrar varaskeifu, að lífið sé aðkomið utan úr geimnum, frá öðrum hnöttum, að heimurinn sé allur fullur af frjóögnum (þansþermi) og smeygja menn sér þannig út úr vandræðunum og hætta alveg að hugsa um hinn eiginlega uppruna lífsins, sem er þeim óskiljanlegur. Sumir héldu, að fræ og frjóagnir hefðu komið úr geimnum með loftsteinum (meteórsteinum), af því kolaefnissambönd hafa fundist í þeim. Pessi getgáta er þó ósennileg, því loftsteinar hitna svo við núninginn, er þeir dragast að jörðu gegnum lofthvolfið, að þeir verða glóandi, svo allar frjóagnir hlytu að tortímast. Á sein- ustu árum hefir komið fram tilgáta, sem Svante Arrheníus mest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.