Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 7
83
höndum, óskemdur líkami, þá þarf aðeins hita, raka og ljós til
þess, að lífLö geti vaknað, þróast og unnið, eins og gufuvél, sem
er hituö«.
Vér hverfum þá aftur að því, sem fyr var frá horfið, og get-
um nokkuð nánar um skoðanir fræðimanna og bollaleggingar um
uppruna og tilkomu lífsins á jörðunni. Skoðanir manna um hina
fyrstu kviknun lífsins á jörðunni eru, sem fyr var getið, mjög á
reiki, og eiginlega ekki annað en tilgátur og hugartildur. W. Preyer
hugsaði sér, að frumefni lífkvoðunnar mundu hafa getað lifað í gló-
andi eldi á fyrstu myndunartímum jarðarinnar; Pflúger hugsaði
sér líka, að lífið á fyrsta stigi hefði uppruna sinn úr eldi, þegar
jörðin var glóandi eldhnöttur. Petta telja aðrir vísindamenn nú
heilaspuna og fjarstæðu. Margir voru til skamms tíma á þeirri
skoðun, að frymið mundi enn geta myndast á sævarbotni af
kemiskum samdrætti ólífrænna efna, og að hinar lægstu dýralífs-
verur, »amöbur« og »mónerur«, líffæralausir hlaupkekkir á marar-
botni, sem lifa, éta og æxlast, þrátt fyrir líffæraleysið, væru svona
tilorðnar. Menn þóttust meðal annars á úthafsbotni hafa fundið
hyldisveru, er þeir kölluðu djúplíf (bathybius), sem átti að vera
frumskapnaður og grundvöllur alls lífs; en þá fór svo illa, að það
sannaðist, að frumdýr þetta var ekki til, menn höfðu flaskað á
slepju, sem myndast hafði í vínandaglösum af ólífrænum efnum,
og höfðu jafnvel menn eins og Huxley og Hcickel ritað allmikið
um þessa uppgötvun, sem kendi þeim og öðrum að vera ekki of
fljótir á staðhæfingum, þar sem um jafnörðugt efni var að ræða.
Menn eru nú yfirleitt komnir að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki
hægt að skilja uppruna lífsins á jörðunni; þar geti menn enn ekki
komist að með athugunum sínum og tilraunum. En þá er að
grípa til þeirrar varaskeifu, að lífið sé aðkomið utan úr geimnum,
frá öðrum hnöttum, að heimurinn sé allur fullur af frjóögnum
(þansþermi) og smeygja menn sér þannig út úr vandræðunum
og hætta alveg að hugsa um hinn eiginlega uppruna lífsins, sem
er þeim óskiljanlegur.
Sumir héldu, að fræ og frjóagnir hefðu komið úr geimnum
með loftsteinum (meteórsteinum), af því kolaefnissambönd hafa
fundist í þeim. Pessi getgáta er þó ósennileg, því loftsteinar hitna
svo við núninginn, er þeir dragast að jörðu gegnum lofthvolfið, að
þeir verða glóandi, svo allar frjóagnir hlytu að tortímast. Á sein-
ustu árum hefir komið fram tilgáta, sem Svante Arrheníus mest