Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 8

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 8
84 hefir barist fyrir. Hann ætlar, að frjóagnir, mátulega smáar, geti flogið um geiminn, hnött af hnetti, með geislaþrýstingu ljóssins, og svo orðið ættmæður fullkomnara lífs á þeim hnöttum, þar sem lífsskilyrðin eru hentug. Á seinni árum hafa ýmsir náttúrufræð- ingar (Lebedeff, Arrheníus, Nichols, Hull o. fl.) getað sannað það með tilraunum, að ljósgeislarnir, sem eru bylgjuhreyfing í ljós- vakanum, valda þrýsting, eins og hver önnur hreyfing, á efni það, sem þeir fara gegnum, og agnir þær, sem verða á vegi þeirra. Hve þrýsting þessi er mikil, stendur í nánu sambandi við bylgju- lengdirnar í ljósgeislunum,1 og geislaþrýstingin getur undir vissum kringumstæðum yfirunnið þyngdaraflið, þannig að smáagnir af vissri stærð (0,00016 mm.)2 geta flogið frá sólinni á vængjum ljóssins út í geiminn. Arrheníus ætlar því, að örsmáar frjóagnir af þessari stærð séu altaf á sveimi út um heim. Nú þekkja menn reyndar enn ekki svo smáar lífagnir, hin minstu bakteríugró, sem athuguð hafa verið, eru að þvermáli 2—3 tíu-þúsund-hlutar úr millímetra, en menn þykjast vita, að önnur séu til minni, sem menn hafa ekki enn þá getað greint í sjónaukum. Ef geislaþrýst- ing sólar losar mátulega stóra frjóögn frá jörðu, getur hún komist á þennan hátt á 20 dögum út fyrir Mars, á 80 dögum út fyrir Júpíter og á 14 mánuðum fram hjá Neptún út úr sólkerfinu, en þá fer nú að kárna gamanið, því til þess að ná næsta sólkerfi (Alfa Centauri), þarf hún með sama hraða að vera 9000 ár á leiðinni. Eftir því sem vér áður höfum getið um rannsóknir Pictet’s, virðist ekki neitt þurfa að vera því til fyrirstöðu, að líf leynist með frjóögninni, þó hún færi gegnum 100—200° frost í hinum helkalda himingeimi, en aftur á móti virðist ótrúlegt, að þær geti haldið frjóvgunarafli sínu hinn langa tíma, sem þær eru á ferðinni milli sólkerfa. Arrheníus ætlar, að frjóagnir berist með loftstraumum upp í hin efstu lög gufuhvolfsins og losni þar við þyngdar-aðdrátt jarðar af áhrifum geislaþrýstingar og rafmagns- strauma. Öll er þessi kenning skemtileg tilgáta og loftkastali, en ómögulegt er að færa fullar sannanir með eða móti; því örðugt mun reynast að þekkja þær lífagnir, sem komið hafa langferðum utan úr geimi, frá heimalningum þeim, sem altaf hafa dvalið í hinum jarðnesku ætthögum. 1 Um eðli ljóssins hefi ég áður ritað í Andvara, 8. árg., bls. 17—52, og vísa ég til þess. 2 16 hundrað-þúsundustu partar úr millímetra.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.