Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 13

Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 13
89 séu til nota fyrir tegundina og hjálpi henni til þess, að ná vexti og viðgangi og útbreiðslu um jörðina; sá sem er sterkastur og hæfastur eftir kringumstæðum, lifir og eykur kyn sitt. Kjarninn í kenningu Darwíns er hið ósjálfráða úrval náttúrunnar á hinum sterkustu einstaklingum og hinum hentugustu líffærum. Vér munum því næst geta um aðalatriði, sem náttúrufræð- ingar hafa deilt um, en verðum að fara fljótt yfir, því efnið er bæði mikið, margbrotið og flókið. Darwín leitast við að sýna fram á, að smábreytingar einstaklinga séu gróðrargrundvöllur og fyrsta orsök tegundasköpunarinnar. Á seinni árum hafa marg- brotnar rannsóknir og tilraunir verið gerðar, til þess að rannsaka breytileika einstaklinga, hvað hann væri víðtækur, hvort breyting- arnar væru stöðugar eða ættgengar eða gætu tekið stefnu til full- komnunar í vissa átt o. s. frv. Við þessar rannsóknir hafa nátt- úrufræðingar úr mörgum mentalöndum fengist, og var Francis Galton (f. 1822), frændi Darwíns, þar fremstur í flokki; eftir hans rannsóknarsniði hefir myndast sérstök fræðigrein, sem kölluð er »statistisk bíólógí«. Menn bera saman blöð af trjám af sömu tegund, telja blaðtaugar, mæla stærð og þyngd ávaxta, telja og flokka greinar eftir stöðu þeirra o. fl., menn rannsaka breytingar á eðlisfari og efnasamsetningu o. s. frv.1 Ut af þessu reikna þeir svo, eins og hagfræðingar, með talnahlutföllum og boglínum stig- breytingar og bylgjugang í hinum einstöku breytingum einstakl- inga af sömu tegund. Með þessari aðferð hafa fengist rök fyrir því, að breytingarnar eru altaf íjafnvægi; þó þær virðist allmiklar, komast þær þó ekki út fyrir viss takmörk, ganga eins og dingull á stundaklukku jafnt fram og til baka frá miðlínu tegundar-hug- taksins. Darwín og aðrir höfðu hugsað sér, að smábreytingarnar kæmu eins og af hendingu, væru reglulausar og takmarkalausar, en gætu orðið ættgengar, ef þær væru hentugar. Nú er það sannað, að þessar hugmyndir hafa ekki við nægileg rök að styðj- ast. Sá breytileiki einstaklinga, sem hægt er að mæla, vega og telja, er altaf takmarkaður af véböndum tegundarinnar; eiginleikar breytast á því efni, sem fyrir liggur, og erfast ekki að staðaldri, en nýmyndun verður engin. Eftir kenningu Darwíns komu smábreytingar þær, sem áttu 1 Frá ýmsu þar að lútandi er greint í riti F. Kölpin Ravrís »Ættgengi og kyn- bætur« (Khöfn 1905), sam Helgi Jónsson þýddi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.