Eimreiðin - 01.05.1910, Side 14
90
að verða undirstaða hentugra stórbreytinga, alt í einu fram, án
þess hann gæti gert grein fyrir, hvers vegna þær kæmu eða
hvaðan, hvort þær kæmu af tilviljun eða tilgangi, og var þannig
þegar í byrjun fótunum kipt undan mekaniskum grundvelli breyt-
ingakenningarinnar. Ef breytingin kemur upprunalega fram af
tilviljun eða hendingu, beint út í bláinn, getur hún í fyrstu ekki
haft neina þýðingu fyrir tegundina, nema hún standi í sambandi
við þörf eða nauðsyn. Nú á breytingin að aukast, af því hún er
hentug og þroskast með þörfinni; en þetta hlýtur að leiða til hugs-
unar um tilgang eða stefnu, sem ekki er hægt að samrýma við
hin blindu og tilgangslausu lög aflfræðinnar. Yfirleitt getur Darwín
ekki gert grein fyrir orsökum breytinganna eða skýrt frá, hvers
vegna þær séu upprunalega hentugar; en þetta skilja aðrir ekki
heldur.
Darwín hugsar sér, að smábreytingar einstaklinga hlaðist upp
og geri þá loks að tegundum. Petta hefir reynst vanhugsað, því
rannsóknir hafa sýnt, eins og fyr var getið, að breytileikinn er
mjög svo takmarkaður, og einkenni, sem koma fram afhendingu,
hverfa jafnaðarlega í næsta ættlið, af því aðrar smábreytingar
kæfa þau. Til þess að eiginleikar haldist, þarf stöðuga leiðbein-
ingu mannlegrar skynsemi. Menn geta með kynbótum breytt
dýrum og jurtum á ýmsan hátt með úrvali þess, er maður vill
láta þroskast; en sé nú slíkum kynbótafénaði aftur slept út í
náttúruna, hefir reynslan sýnt, að umbreytingar þær, sem komið
hafa, hverfa aftur fyr eða síðar.
Ef breytingar einstaklinga væru svo margbrotnar og almenn-
ar, eins og Darwín hugði, þá hlyti náttúrulífið alt að vera enda-
laust sambland af takmarkalausum milliliðum; en svo er ekki;
flestar tegundir og smátegundir eru allvel takmarkaðar, þó af
nokkrum sé mörg afbrigði, en sum reynast fastari fyrir í eðli sínu,
en menn fyr ætluðu. Darwín hefir játað, að búast hefði mátt við
þessum milliliðafjölda, en hefir borið það fyrir, að skyldar teg-
undir útrými milliliðum; ekki vilja menn nú taka þá undanfærslu
gilda. Meðal fornra dýra bjuggust menn við að finna marga milli-
liði í jarðlögunum, en mikill misbrestur hefir orðið á því. Enginn
hefir enn þá séð neina tegund breytast í aðra með smábreyting-
um. Á sögutíma hefir ekki orðið vart við hina minstu breytingu á
tegundum; smurðir, helgir íbisfuglar, sem fundist hafa á Egypta-
landi, 4 þúsund ára gamlir, eru ekki minstu ögn frábrugðnir sömu