Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 17

Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 17
93 nú ekki lengur alment kannast við, að áhrif hennar á myndbreyt- ingar tegunda séu eins mikil, eins og Darwín hugði; og fáir munu nú vilja halda þeirri kenningu fram, að tilverustríðið sé aðalorsök breytinga. Eins og fyr var getið, ætlaði Darwín, að eiginleikar kæmu fram svo sem af hendingu, og náttúruvalið festi þá og full- komnaði með aðstoð lífsbaráttunnar. Náttúruvalið var nokkurs konar vél til að skapa nýjar tegundir; smábreytingarnar söfnuðust saman í vissa stefnu, af því þær voru hentugar fyrir tegundina og vopn í lífsbaráttunni. Hér byggir Darwín á tvennu, sem hann gat eigi sannað: i. að smábreytingar séu ættgengar og hlaðist saman í veruleg afbrigði. 2. að smábreytingar hafi þýðingu fyrir líf og dauða einstaldinga. Nú mun vera óhætt að fullyrða, að sannað sé, að þessar grundvallarhugmyndir séu rangar. Eins og fyr var getið, er breytileiki tegunda mjög svo takmarkaður, og smábreytingar eru oftast gagnslausar í lífsbaráttunni; til þess að tegundirnar hefðu veruleg not af breytingunum, yrðu þær að vera mjög stór- feldar stökkbreytingar. Óvinirnir bíða ekki eftir því, að bráð þeirra sé að breytast og að búast til bardaga í mörg hundruð ár; hungrið rekur á eftir, og því verður að fullnægja. Menn hafa líka farið að athuga og rannsaka, hvort eiginleikar þeir, sem einkenna tegundir þær, sem nú lifa, væru þýðingarmiklir í samkepninni og lífsbaráttunni; en það hefir sýnt sig, að það er mjög sjaldan hægt að sýna, að tegunda-einkennin hafi veruleg áhrif í þessu efni. Við grundvallaratriðin í úrvalskenningunni hafa heimspekingar líka haft margt að athuga; sérstaklega hefir Eduard v. Hartmann verið harðleikinn og heimtufrekur um röksemdir. Darwín er yfirleitt mjög skarpvitur í að sýna, hvernig teg- undir hverfa við náttúruvalið, en gleymir að færa sönnur á, hvernig þeir eiginleikar hafa þroskast, sem hjálpa einstaklingnum til að haldast við og fullkomnast. »Darwín sýnir oss vel«, segir J. G. Vogt, »hvernig Rússum var útrýmt af vígvellinum, en vér fáum engar upplýsingar um það, hvernig Japanar hafa fengið yfirburði sína. Til þess að fá vitneskju um það, þarf sérstaka rannsókn um sögu Japana, menning þeirra og ætterniseinkenni, sem ekkert eiga skylt við sjálfan bardagann; en slíkar rannsóknir eru mjög flóknar og örðugar«. Pessi líking á vel við lífsbaráttu tegundanna; það er miklu örðugra að sýna, hvernig yfirburðirnir hafa skapast, heldur en að lýsa tortíming veikra tegunda. Kenningin um náttúruvalið mætir mörgum örðugleikum; vér veljum nokkur dæmi til skýringar 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.