Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 18
94
af handahófi; ótal önnur mætti nefna ef þyrfti. Ef það var hent-
Ugra fyrir dýr að vera hvítt eins og snjór, af því óvinir þess sáu
það síður, og gátu því ekki drepið það, þá var þessi eiginleiki
samkvæmt Darwínskenningu til orðinn á þann hátt, að þeir ein-
staklingar, sem ljósastir voru, komust bezt undan til að auka kyn
sitt, og svo gekk þessi eiginleiki að erfðum; nú ætlar Darwín, að
slíkar breytingar hafi orðið hægt og hægt á löngum tíma; en til þess
gagn væri að þessum nýja lit, varð skepnan að breytast snögg-
lega, því ekkert gagn var í því fyrir forfeðurna að smábreytast
eða verða flekkóttir; það er engin ástæða til að ætla, að rándýrin
hefðu hlíft slíkum skepnum, meðan þær voru að fullkomna lit
sinn á þennan hátt. Pá er það ekki heldur altaf víst, að liturinn
hlífi gegn öllum óvinum; hvíti liturinn hlífir á vetrum ef til vill
rjúpunum nokkuð gegn árásum fálkans, sem notar sjónina til að
skygnast eftir bráð, en ekki fyrir tóunni, sem fer eftir lyktinni.
Annars hefir það verið sýnt með tilraunum, að dýr breyta oft
ótrúlega fljótt lit, þegar þau eru flutt í annað umhverfi. Náttúru-
fræðingar þykjast líka hafa tekið eftir því, að þessi breyting
verður ekki, ef dýrið er blint. Ef þetta er rétt athugað, er það
merkilegt, því þá virðist litbreytingin standa í einhverju satnbaniii
við vilja og vitundarlíf dýrsins.
Staðhæfing Darwíns, að hinir sterkustu, beztu og hentugustu
einstaklingar í náttúrunni mundu veljast af sjálfu sér til undaneldis,
og þannig smátt og smátt fullkomnast, getur ef til vill stundum
háft eitthvað til síns máls; en við nánari íhugun sést, að kenning
þessi mjög oft verður að hreinni fjarstæðu. Pegar hvalirnir soga
ofan í sig þúsundir af smádýrum, þá velja þeir ekki þau dýr úr
til lífs, sem hentugust eru og fullkomnust til tímgunar; þeir
svolgra í sig alt, sem að kjafti kemur. Síldum úr vörpunni er
ausið upp í tunnur, og þeir einstaklingar, sem einhverja yfirburði
hafa, komast ekki fremur af en örkvisarnir; þvert á móti, bæði
menn og golþorskar munu helzt velja sér það til átu, sem ásjá-
legast er. Pegar engisprettur eða lemmingsmýs tortímast í hóp-
um, svo þúsundum og miljónum skiftir, þá eru það ekki lökustu
dýrin, sem farast, heldur eðlilega alt upp og niður. Farsóttir
drepa dýr, svo þúsundum skiftir; ekki sýkjast dýrin síður fyrir
það, þó þau hafi einhvern dálítinn hentugan breytiþróunareigin-
leika, skarpari sjón, betri heyrn eða eitthvað því um líkt. Svona
mætti óteljandi dæmi tilfæra. Pað getur verið margt annað en