Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 19

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 19
95 samkepni og dugnaður, sem leyfir einstaklingnum að lifa fremur en öðrum. Pað eru oft ýms atvik og kringumstæður umhverfisins, sem mestu ráða. Þar ber ekkert á urvali hinna hentugustu; þvert á móti geta lítilfjörlegar og ófullkomnar skepnur lifað og dafnað í einhverju skúmaskoti, þar sem sterkari og fullkomnari dýrin falla unnvörpum fyrir óvinum sínum. Par hefir lífifærabyggingin litla þýðingu. Við járnbrautarslys fer fjarri því, að þeir bjargist bezt, sem hörðust eru beinin í; þar er alt komið undir þeirri tilviljun, hvort einstaklingurinn er á hentugum eða óhentugum stað í eim- lestinni. Hvernig er það hugsanlegt, að tilverustríðið hafi skapað allar fiskitegundir í sjónum. I heimshöfunum lifa þúsundir af fiski- tegundum á sama hátt, á hrognum og smádýrum í æsku, síðan á sílum, svo á stærri fiskum eða hver á öðrum. Hér er stöðugt til- verustríð um fæðuna, sem er hér um bil hin sama fyrir alla. Ef baráttan hefði átt að skapa tegundir, hefði mátt búast við, að til væru aðeins fáar fiskitegundir, eða rökrétt hugsað, helzt ekki nema ein, sem á þúsundum alda hefði sigrað alla keppinauta. En fjarri fer, að tilverustríðið leiði til einveldis í fiskaríkinu; í heitu höfunum lifa oft mörg hundruð tegundir gráðugra ránfiska, með margbreyti- legum lit og sköpulagi, hver innan um annan í litlum firði eða vík. Vér þurfum ekki að fjölyrða meira um þetta; með óteljandi dæmum hefir verið sýnt, að náttúruvalið hefir engin eða mjög lítil áhrif á líffærabreytingar og tegundaskapnað dýra og jurta. Á þessum svæðum eru í náttúrunni svo mörg og flókin rannsóknar- efni, að þeir, sem hafa reynt að rökstyðja úrvalskenninguna, hafa komist í ótal ógöngur, og hafa oft orðið að bjarga kenningum sínum með því, að reisa hrófatildur af tilgátum ofan á ósönnuðum staðhæfingum. Hin innri líffærabygging, sem er svo margbrotin, að mann sundlar við að hugsa um það, verður að dómi margra líffræðinga eigi gerð skiljanleg með náttúruvali, þó Wilhelm Roux með miklu hugviti hafi reynt til þess. Hér í þessari stuttu grein getum vér aðeins drepið á þetta. Einna mest vandræði hafa orðið út úr skýring á dularlitum og dulargerfum skordýra; þaðan hafa margir sótt glæsileg dæmi um aðlögunarafl smádýra til umhverfis; en menn hafa þar líka komist í einna mestar ógöngur, þegar skýra átti orsakir fyrirbrigð- anna eftir kenningunni um náttúruval; því þá urðu stundum tvær eða fleiri dýrategundir að breytast í einu, og jafnvel jurtir líka samtímis, til þess að geta verið í samræmi; ef náttúruvalið átti að 7

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.