Eimreiðin - 01.05.1910, Side 21
97
dýr eru stundum fallega lit, og það jafnvel eins lágt settar verur
eins og gerlar og bakteríur. Mismunandi breytingar, sem verða
samtímis hjá karl- og kvendýri, og þó í samræmi; breyting á
óteljandi frumlum (sellum) í líffærunum í vissar stefnur og að vissu
takmarki virðast lítt skiljanlegar eftir úrvalskenningunni. Menn
komast alstaðar í ógöngur, og því eru flestir náttúrufræðingar al-
veg hættir að trúa á blint og mekaniskt náttúruval; því var aðeins
trúað, meðan menn enn ekki voru farnir að hugsa málin nógu vel
og gagnrýna hin mörgu undrunarverðu aðlögunar-fyrirbrigði, sem
náttúran leiðir í ljós.
Víð aðalkenninguna skeyttifDarwín ýmsar aukatilgátur, sem
áttu að skýra ýmislegt, er ekki var hægt að gera grein fyrir með
beinu náttúruvali. Ein af hinum hélztu aukatillögum var kynvalið
eða makavalið; það átti helzt að skýra hinn mikla mismun, sem
mjög oft er á útliti karldýra og kvendýra. Ekki hefir þessi kenn-
ing orðið fyrir minni árásum en aðrar. Fyrst bera menn Darwín
á brýn, að hann þar alt í einu flytji sálarlífs-fyrirbrigði inn í mek-
aniska heimsskoðun, og geri ráð fyrir listviti hjá fuglum og lægri
dýrum; það er t. d. undarlegt, ef páfuglahænur velja maka sinn
eftir því, hvernig fjaðrateiknun á stéli karlfugla smátt og smátt
gegnum marga ættliði fer fram og lagast að litum og gerð. Dar-
wín gleymir að gera grein fyrir því, hvernig mismunur kynja sé
kominn í heiminn og hvers vegna hann hafi reynst hentugur; því
hin lægri dýr og fjöldi jurta tímgast eingöngu með kynlausri æxlun.
Um þetta hafa komið fram margar tilgátur, sumar studdar með
tilraunum og rannsóknum, sumar eigi. Mönnum hefir tekist að
láta ófrjóvguð egg sumra kynjaðra dýra (t. d. fiðrilda og ígulkerja)
þroskast, með því að láta þau í sérstaka vökva, og á annan hátt;
en það hefir sýnt sig, að þau dýr, sem úr þeim eggjum hafa
komið, hafa verið miklu veikbygðari, svo eitthvað hefir þar vantað.
Ef kynseðli er hentugt fyrir dýrið, verður að minnast þess, að
einstaklingurinn hefir ekkert gagn af þeirri breytingu, þó afkvæmið
kynni að hafa það, svo þetta ríður í bága við meginreglu náttúru-
valsins. Yfirleitt hafa menn ekki enn fundið með neinni vissu, að
hverju leyti kynseðlið er til fullkomnunar og framfara. Hjá fugl-
um getur verið, að makavalið hafi dálitla þýðingu, en trauðlega
hjá skriðdýrum og fiskum, þar sem kynin þó stundum eru allólík.
Hjá sumum kóngulóm er karldýrið miklu minna en kvendýrið og
ósjálegra; kvendýrið drepur og etur maka sinn, þegar það getur