Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Page 23

Eimreiðin - 01.05.1910, Page 23
99 legurn ritum, og fékk hann þungar ákúrur hjá ýmsum sérfræð- ingum um, að hann hefði lýst fósturþrónninni óvísindalega og hlutdrægnislega til hags fyrir sínar eigin tilgátukenningar. Háckel hafði sett fram þá kenningu, að hvert dýr í fósturlífi gengi í gegnum stigbreytingar alls dýraríkis, frá hinu lægsta til hins hæsta, og fósturlífið væri þannig endurtekning af breytiþróunarsögu dýra- lífsins; en þetta er ekki alveg rétt. Hvert dýr sýnir reyndar myndbreytingar í fósturlífinu, en þær eru ekki svo víðtækar; hver einstaklingur gengur aðeins gegnum aðalformur þeirrar dýradeildar, er hann heyrir undir, frá hinu almenna til hins sérstaka; á milli fósturmyndanna hjá aðalflokkum er djúp staðfest, sem enn hefir eigi tekist að brúa. Hér látum vér staðar numið, og höfum aðeins getað drepið á fáein atriði, er snerta rannsóknir manna um breytiþróun og Dar- wínskenningu á síðari árum; rúmsins vegna höfum vér aðeins getað talið fá dæmi. Um þessar fræðigreinar koma út á hverju ári, í hinum miklu mentalöndum, ritgerðir og bækur, svo hundruðum skiftir. Pví betur sem menn krufðu hinar eldri kenningar og stað- reyndir, því örðugra veitti þeim að skilja framþróunina, grundvöll og undirstöðuatriði hinnar lifandi náttúru. Náttúrufræðingar sjá nú, að hinar eldri kenningar eru eigi fullnægjandi, og verða þess varir um leið, að langt er í land, þangað til fullkominn skilningur fæst, Eins og vér fyr gátum, er úrvalskenning Darwíns nú að þrotum komin; þó einstöku náttúrufræðingar af hinni eldri kynslóð með hangandi hendi, svo sem af gömlum vana, stöku sinnum mæli henni liðsyrði, þá finna flestir þeirra þó svo margar undantekn- ingar og svo mikla örðugleika, að þeir einnig hjálpa tíl að kippa fótunum undan þessari fræðikenningu. Svo er einnig um margar aukakenningar og aðstoðartilgátur Darwíns, sem líka áttu að skýra orsakir breytiþróunarinnar, að þær hafa nú fæstar nokkurt veru- legt fylgi- Allir játa samt, að Darwín hafi með ritum sínum og rannsóknum meira en nokkur , annar [ýtt fram breytiþróunarhug- myndinni og skýrt hana með dæmum, þó honum hafi ekki frem- ur en öðrum hepnast að finna orsakir hennar. Jafnhliða Darwín og síðar hefir komið fram fjöldi af fræðikenningum og tilgátum, sem eiga að skýra ýmislegt, er snertir úrvalskenninguna; fara sumar á ýmsan hátt í bága við Darwínskenningu, en aðrar eru henni meðmæltar að meira eða minna leyti. Meðal hinna allra helztu náttúrufræðinga, er komið hafa fram með ýmsar skýringar-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.