Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 28

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 28
104 Fjær — frítt alt. en afflett slæðum ís er tómur það og steinn; þykir svalt á þessum hæðum, þar sem andinn lofts er hreinn. »Vittu’ að eygi eg í þeim hæðum, andinn lofts þar ríkir hreinn, mynd af öðrum æðri hæð'um, andinn lífs þar ríkir hreinn«. Petta vildi þig ég fræða’ um, það er staðreynd, ungur sveinn! Æði kalt er á þeim hæðutn, andinn lífs þar ríkir hreinn. »f*ar er göfgast, þó þar næði’ um, þar á sízt er vafi neinn: Æðst er mark að enda’ á hæðum, andinn lífs þar ríkir hreinn«. III. KVÆÐI EFTIR PETOFI. í. Hersöngur. Heyr trumbuslátt og hornahljóð, vor her er fylktur vígs á slóð — fram, fram! Nú kapp er Ungarns knöpum í við kúlnaþyt og sverðagný —• fram, fram! Við himin merkin hefjið þá, svo heimi gefist þau að sjá — fram, framl Að sjá áþeim, þá streyma’ ofstorð, að stendur »Frelsi«, heilagt orð — fram, fram! Hver Ungarns bur, sem ekki ert þræll, nú ógnar féndum hvergi dæll! — fram, fram! Hver Ungarns bur, sem garpur ger hvað guð og auðnan ketinir þér! — fram, fram! Við fætur mína fossar blóð, — hann féll fyr’ skoti’, er næst mér stóð — fram, fram! Að verða minni, sæmir sízt, í sýnan dauða fram ég brýzt — fram, fram! Þó armar skýfist öxlum frá, og allra gröf ein svelgi ná — fram, fram! Pó dauði’ oss slái í dag sem hey, þá deyjum vér, en land vort ei — fram, fram! 2. Kóngurinn og bööullinn. Rembilátur sjá, hvar sjóli situr krýndur valds á stóli; lofðar kringum, hné sem heykja. hundum líkir mund hans sleikja. Heyr, heyr buldur, brim sem niðar, bifast höllin, kóngsstóll riðar;

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.