Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 32
io8
Hið dapra hauður kefur kolsvört gríma,
kafþykt er loftið, engin stjörnu-skíma.
Var nú ei skrítið þarna um tíma þenna,
að þú, mín kæra, í hug mér skyldir renna ?
fað gerðir þú, og þ á er breytt í skyndi,
þá glaðnar til og nótt er full af yndi,
iðgrænir runnar alla götu viður,
og úr þeim hljómar næturgala kliður;
ilmblóma mergðin angar mér við fætur,
og yfir höfði ljómar skrauthvolf nætur.
Við gröf Napóleons.
i.
Þó að það væri Loðvík XIV., sem stofnaði til »Hotel des
Invalides«, þá er það þó miklu fremur nafn Nápóleons, sem yfir-
skyggir, — nei, lýsir yfir, ætlaði ég að segja, höllinni, þar sem
ætlaður er bústaður frönskum uppgjafahermönnum, ef þess þykja
verðir.
I kirkjunni er gröf Napóleons mikla, eða réttara sagt, hann
býr þar dauður; þessi glæsilega kirkja er umgjörð utan um kistu
keisarans. í víðri steinþró stendur stór kista úr fægðum, rauðum
graníti, og eru þar geymdar leifar þessa furðulegasta afreksmanns
einhvers, sem verið hefir, þessa manns, sem var svo djöfullega
duglegur, að 4 miljónir manna biðu bana af hans völdum.
Pað er mannkvæmt þarna í kirkjunni, og svona kvað það vera
dag eftir dag og ár eftir ár; og þögull mannfjöldinn horfir hugs-
andi á þessa kistu, þar sem nú liggur svo kyr sá, sem mesta
ókyrð hefir vakið í heiminum, allra dauðlegra manna.
Ljósið skín gult og blátt inn um glugga hátt uppi og á Krist
á krossinum við gröf miljónamorðingjans, og hafa víst ekki til
verið ólíkari menn.
Yfir gröfinni standa þessi orð Napóleons: »Je desire que
mes cendres reþosent sur les bords de la Seine au milieu de