Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 34
IIO eirinn í leiknum, eins og Napóleon, en hefir þrátt fyrir sína um aldirnar alræmdu grimd ekki orðið líkt því eins mörgum að bana, eins og hann. Pað verður ekki hjá því komist, að dást að Napóleon, en nokkuð líkt og að tígrisdýri. Og aðdáanlegri er Júlíus Cæsar. Er það annars skrítið, að þeir tveir menn, — tvö frægustu nöfn sögunnar einhver — sem mest áhrif hafa haft á Frakkland, skuli báðir hafa verið Italir, Cæsar hefir ekki verið Napóleon síðri að viljaþreki og fram- kvæmdarviti, en hann var víst mannúðlegri, óheiftræknari og svo einn af fremstu rithöfundum síns tíma, á tindi menningarinnar í öllum greinum, vinur vísinda og lista. Par var Napóleon í saman- burði við Cæsar lítið annað en ómentaður uppskafningur. Og gæfumaður var Cæsar meiri en Napóleon. Hann fékk þann dauðdaga, er hann hafði kosið sér, skjótan og óvæntan; en forlög Napóleons voru lík og Prómeþeifs jötuns: að vera fjötraður á eyðiklett, þar sem jötunafl hans varð einungis til að auka hon- um kvalir. Hudson Lowe var eins þrálátur á að pína Napóleon, eins og örninn Prómeþeif, og enginn Herakles kom honum til bjargar. Annars er Napóleon sýndur of mikill sómi með því, að líkja honum við Prómeþeif. Pó að ekkert væri annað eftir af heiðri Forn-Grikkja en sagan um Prómeþeif, þá væri það nóg til að sýna, að þeir hafa verið gáfaðasta þjóð heimsins. Prómeþeifur er fram- sóknarandi mannanna, sem hefir sótt eldinn af himnum, afl eld- kigarinnar, og sem á endanum mun breyta þessum »eymdadal< í leikvöll hins glaða og góðsterka mannkyns. Lengi var þessi andi fjötraður, en nú fer hann laus og vonandi til fullkomins sigurs, þó lamaður sé enn og eftir sig. II. Hvergi verður manni fremur en við gröf Napóleons að minn- ast þess, hvernig hver vera lætur eftir sig a. m. k. tvennskonar leifar. Steinkistan fægða geymir það, sem eftir er af þessum litla líkama, er átti svo jötunvaxinn valdvilja. En annars vegar eru menjar þessa valdvilja, sjálf þessi dýrindiskista og kirkjan, sú helgitign, sem er yfir þessum stað, svo að gestur af öðrum betri hnetti gæti haldið, að þarna hvíldi einhver af velgjörðamönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.