Eimreiðin - 01.05.1910, Side 42
118
ókendum einstigum. Vér fáum aldrei séð fyrir veðrabrigðin í landi
eða lofti ókominnar tíðar. Og hvernig sem Uppkastið hefði verið
orðað, mundu greinar þess þó ekki geta náð út yfir alla sambúð
þjóðanna í reyndinni, af því að lífið er svo fjölbreytilegt og marg-
þætt, þegar það kemur á daginn.
Tökum t. d. lögin, sem löggjafar þjóðanna semja með alls-
konar nákvæmni. Flestöll lög eru þó svo óákveðin, að lífið fer í
kringum þau, bæði viljandi og óviljandi, eða sjálfkrafa. Lögunum
þarf að breyta í sífellu og vitrir menn sitja við að skýra þau og
dæma eftir þeim og sífeldlega dæma þeir dóma sína hver ofan í
annan, af því að þau eru aldrei nógu ljós eða nákvæm.
Og hvernig mundi þá vera hægt, að semja sambandslög
tveggja þjóða svo skýr og ljós, að hvergi orkaði tvímælis orða-
lagið meðal misjafnra mannaf
En svo kom það á daginn, að þótt betri boð væru ekki
auðfengin hjá Dönum, í raun réttri, þá fengust þó leiðréttingar
eða endurbætur á þeim orðum Uppkastsins, sem hálust vóru og
tvíræðust — eða loforð um endurbætur á þeim. Tetta gerðist á
síðasta þingi í herbúðum minnihlutans. Andblástur óvina sam-
bandslagauppkastsins knúði fram þessar umbætur og hefðu þeir
átt að taka þeim tveim höndum og þakka sjálfum sér umbæt-
urnar, þótt þær að vísu breyttu eigi grundvelli samningsins.
fegar hér er komið sögunni, er nýi ráðgjafinn búinn að finna
Dani og kanna hug þeirra í málinu. Pá var hann búinn að fá
fulla vitneskju um það, að hreint konungssamband var ekki fáan-
legt.
Pá var það orðið lýðum ljóst, að auðveldara er að heimta að
öðrum óskir sínar, en að framkvæma sjálfur, og er sú reynsla
reyndar eldgömul í veröldinni.
GJÖRBREYTINGAMENN TIL VALDANNA. Pað varð á
ofanverðu s. 1. sumri, að gjörbreytingamenn komust í stjórnarönd-
vegi Dana, og hafði víst fáa eða alls enga menn dreymt fyrir
þeim Fróðárundrum. Sá heitir nú Zahle, sem fyrir þeim er, og
hafa þeir að baki sér jafnaðarmenn og ýmsar hersveitir aðrar,
sem óþarft er að telja, enda er það óvíst enn þá, hversu örugga
fylgd þeir eiga í herbúðum þingflokkanna. En hitt er víst: að
frjálslyndari stjórnmálamenn geta ekki komið til valda í Danmörku
en þessir menn eru með jafnaðarmönnum, því að betri drengir eru
ekki til í »þvísa landi«.