Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 43

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 43
Ymsar einfaldar sálir í landi voru og auðtrúa fengu mikið vatn í munninn, þegar þessi tíðindi spurðust og hugðu nú á nýjar smíðar uppi í skýjunum. En skynsamari mennirnir létu sér fátt um finnast. Peir vissu það vel, að engir þjóðmálamenn í Dan- mörku mundu lengra fara í samningum við okkur heldur en Hannes Hafstein var búinu að þoka þeim alls og alls. Hvernig var hægt að vita þaðf — Vér, sem ekkert vatn fengum í munninn, vissum það af ýmsum ástæðum. það var ber- sýnilegt af ýmsum ástæðum nálægum og fjarlægum, bæði vakandi mönnum og dreymandi. Vér höldum okkur nú við vökuna í þessu máli og rifjum upp fyrir okkur það sem gerist. Pað gerðist t. d. fyrir fáum árum, að Georg Brandes skrifaði nokkrar greinar í höf- uðblað danskra vinstrimanna, um landsréttindi vor. Hann er, svo sem kunnugt er um alla Norðurálfu og Vesturálfu heims og jafn- vel víða veröld, mesti andans maður Dana og frjálslyndastur og víðsýnastur í allsherjarmálum og mannréttinda. Og hvernig leit þessi mikli maður á hlut vorn? Hann leit á rétt vorn eins og — broddborgari. Pað er svo sem auðvitað, að stjórnmálamenn, sem bera ábyrgð á því, að kóróna konungsins klofni ekki í sundur í sínum höndum — það er svo sem auðvitað, að þeir, þó frjálslyndir séu kallaðir, muni ekki líta á málefni vor miklu mildari augum, heldur en þessi stórstígi andans maður. Hann hafði á herðum sér aðeins laufléttan tillögurétt, en þeir, sem við völdin sitja, hafa á baki sínu blýþungan athafnarétt og framkvæmdaábyrgð. Eó komast nefndarmenn vorir að betri kjörum í sambands- laganefndinni, heldur en líklegt var, eftir hljóðinu að dæma, sem Brandes gaf frá sér. En það vissum vér sambandslagamenn, að fram úr þeim mörkum mundi alls ekki verða komist, sem danskur hugsunarháttur kallar fremsta hlunn. Hannes okkar Hafstein var búinn að teygja danskan hugsun- arhátt á fremsta hlunn, áður en Zahle komst til valda. Eess vegna var okkur sama um þessi síðustu stjórnarskifti í Danmörku. Bó að frjálslyndir menn kæmust að, situr samt danskur hugs- unarháttur við stýrið, þvílíkur sem birtist í greinum Brandesar í »Pólitiken« um árið. KONUNGURINN MEÐ OKKUR. Orsökin til þess, að okkar menn komust svo langt, sem raun varð á í sambandslaganefnd- |nni, hún var sú, m. a., að konungurinn gekk í milli og gerðist

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.