Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 45
121
Sá sem vildi ekki forðum daga steypa sér fram af musteris-
bustinni, — hann var ekki sjálfs sín herra í raun og veru, eða
a. m. k. ekki verkamaður sjálfs sín. Hann var þjóðarmaður, mann-
kynsmaður, sendiboði allsherjaranda. Hann vildi þá ekki voga
hamingju náunga sinna. Þess vegna stökk hann ekki fram af
musterisbustinni. Ef hann hefði fleygt sér fram af henni, þegar
á hann var skorað að gera það, mundi hann eigi hafa getað
komið til leiðar þeim dásemdarathöfnum, sem hann vildi og gerði.
En hann vogaði sjálfum sér síðar, þegar þess þurfti, til að standa
við orð og athafnir og staðfesta það alt saman, sem gert var.
Af líkum ástæðum — þó ólíku sé saman að jafna — vogum
vér sjálfum okkur, sem göngum undir óhreinu vopnin í landinu,
til þess að fylgja fram sannfæringu vorri og styðja málefni þjóðar-
innar, sem vér hyggjum vera henni til þrifnaðar. Én vér viljum
ekki kasta þjóðinni okkar fram af bustinni, þótt vér vogum vel-
ferð sjálfra okkar á fremsta hlunn — og lengra en það.
ÖLLU SNÚIÐ ÖFUGT PÓ. Svo kvað skáldið að orði
fyrir löngu síðan.
Og enn þá brennur það við í landi voru, að málunum er
snúið öfugt við það, sem ætti að vera.
Eg á nú einkum við þá meðferð, sem sjálfstæðisbarátta vor
hefir orðið að sæta. Eg kalla það alt einu nafni sjálfstæðisbaráttu,
sem miöað hefir í þá áttina, að auka réttindi vor og hagnað gagn-
vart Dönum. — Valtýskan, svo kallaða, var ein tegund sjálfstæðis-
baráttunnar.
Hún vildi sérstaldega fá »ráðgjafann á þing« og með ábyrgð
fyrir því. Það eitt treystist hún til að fá framkvæmt. Og það var,
eða hefði orðið, til mikilla bóta, þótt ekki hefði annað fengist.
En svo fékst það, sem enn betra var, og er ekki að lasta það,
heldur þvert á móti. En þess vegna minnist ég nú á þetta, að
ég man það vel, og eins og í gærdag hefði gerst, þegar tveir
gáfumenn vorir og ritsnillingar — þáverandi ritstjórar ísafoldar —
réru að því öllum árum, að koma fram »þeim hagfeldu umbótum
og okkur hentugu á stjórnarfarinu*. Og þeir gyltu með mikilli
handlægni þá stjórnmálaaðferð: að taka því, sem hentugt
væri og fáanlegt um sinn.
I’etta er kölluð hentistefna og eru víst flestir stjórnmála-
menn við hana riðnir einhverntíma á æfi sinni, ef þeir eru annars
nokkrir stjórnmálamen ,