Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 46

Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 46
122 fessi aðferð er viturleg, að hagnýta það, sem fáanlegt er og miðar í þá áttina, sem er fram undan og sólarsinnis. fessi að- ferð er í raun réttri breytiþróunin sjálf og lífslistni, eða listin sú: að lifa. Eg félst þá á röksemdafærslu Isafoldarritstjóranna, sem þeir höfðu á lofti, til að styðja málstað sinn. Pá vóru þeir vitrir menn og hagsýnir í bezta lagi. Eg stend enn þá í sömu götunni í raun og veru — á sömu guðsgrænu jörðinni, er enn þá hentistefnumaður, vil enn þá taka því, sem fáanlegt er og horfir til bóta, í viðskiftum vorum við Dani. Pólitísk breytiþróun er eins viturleg og hagfeld nú sem þá. Eg stend enn þá á þeirri grasgrónu jörð, sem lífið sjálft bendir mér að standa á og ganga á, hægt og jafnt, fót fyrir fót, eins og öll breytiþróun gerir. En sumir þeir menn, sem þá töluðu skynsamlegast um »hag- feldar umbætur og hentugar okkur«, eru nú orðnir-------skilnaðar- menn! eða því sem næst. Og svo látast þessir menn hafa rétt til að spottast að mér! og kasta til mín beinum og steinum. Sá maður, sem vildi út af lífinu fá »ráðgjafann á þing«, enda þótt danskur væri, og sætta sig við það, hann hefði átt að taka feginshendi og tveim höndum við sambandslagauppkastinu með þeim miklu umbótum á rétti vorum gegn Dönum, sem það hafði að færa, — ef hann hefði verið sjálfum sér samkvæmur nokkurn veginn, enda þótt Uppkastið væri eigi til þess fallið, að fullnægja sjálfstæðisþránni. En er það eftirsóknarvert, að fá fullnægju sína? Eftir hverju er þá að keppa ? Hvað er þá eftir til að stefna að og vinna fyrir ? Hvað heldur þá huganum vakandi ? Er það ekki bezt, að fá þrám sínum fullnægt smátt og smátt? Síðan Norðmenn fengu kon- ung út af fyrir sig og algert fullveldi, eru þær raddir farnar að vakna í blöðum þeirra eða tímaritum, að þeir megi vara sig á svefninum og koddanum. þjóðin þóttist hafa himin höndum tekið, þegar hún hrifsaði rétt sinn af Svíum. Og nú sækir okkur svefn, segja þeir, þegar alt er fengið. Mér er þess vegna ekki svo ant um það fyrir vora hönd, að fá alt í einu. Eað heldur þjóðinni mátulega vakandi, að hafa alt af óskalandið fram undan sér og út undan. —

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.