Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 50
I2Ó
lögmáls. En það er annað mál; mætti vel yrkja um það kvein-
stafakvæði. En það mundi þó ekki hafa pólitiska þýðingu. Og
þó að vér gerðum landið að lýðveldi, mundum vér verða samt
eins og síli fyrir gapandi gini hvalsins.
NIÐURSTAÐA NORÐMANNA. Óvinir sambandsmálsins
veittu miklum vötnum frá Noregi á mylnuna sína í fyrra sumar,
meðan stóð á kosninga-leysingunni, og fengu þaðan vind í segl
sín. — Fáeinir Norðmenn létu sér þau orð um munn fara, að vér
yrðum ekki fullvalda samkvæmt Uppkastinu. Og alþýða manna
trúði því. Sá heitir N. Gelsvík, sem skýrast kvað á um þetta og
prófessor að nafnbót, ef ég man rétt. Ummæli hans vóru prentuð
á Akureyri og sendur hraðboði með þau 8.-9. sept. 1908, af
Húsavík og austur á Langanes. Haldið er, að margir menn hafi
þá snúist móti Uppkastinu, sem áður vóru á tveim áttum. —
Petta er sagt til fróðleiks og gamans. —
En fleiri menn eru til í Noregi, sem mikilsháttar eru, en
Gelsvík þessi, því þar er mikið mannval í landi. Okkur þótti
auðvitað mikils vert um alt það, sem Norðmenn lögðu til mála
vorra í fyrra, sökum mannvalsins í landinu, vegna frændsemi
þjóðanna og af þeim sökum ekki sízt, að þeir vóru nýlega búnir
að ráðast í það fágæta stórvirki, að segja sig úr sambandi við
Svía, að þeim nauðugum.
Margir menn bjuggust við því, að Norðmenn mundu þá stofna
lýðveldi. Og það hefir Stephán G. Stephánsson, skáldið vestræna,
talið víst, og það eitt samboðið þjóð, sem fóstraði Björnson og
Ibsen, og þeir alið hana upp að sumu leyti. Hann kvað undir
eins um atburðinn mikilsháttar kvæði, og sagði m. a.:
Lýðveldið fætt, og konungurinn dáinn«.
En verum hægir! Norðmenn bognuðu í bakinu, þegar á
hólminn kom. þeir kusu sér konung, með öllu því dekri, sem
hirðlífinu fylgir.
Björnson hafði samið leikrit um konungsdýrkun og alt það
fánýti, fyrir mörgum árum.
Nú tók hann kórónuna fram yfir lýðveldið.
Svona er lífsreynslan kaldhæðin, þegar kurlin koma til graf-
arinnar; og grænar limar verða að svörtu koli, að lokum.
Og hvað átti að segja? Norðmenn ráku sig á það, sem Bis-
marck gamli segir, að hver stjórnmálamaður verði að gera sér að