Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 55
131 liafi borið orðstír Noregs út um veröldina og unnið honum nafn meðal þjóðanna. En enn þá er ótalin höfuðástæðan og niðurlags- ástæðan, sem hann færir fram fyrir því, að Noregur geti haft mátt til þess að standa einn. Hann mælir á þessa leið að lokum: »En eitt er áreiðanlegt: Vér getum aldrei þreytt kapphlaup við fjölmennar þjóðir og auöugar, í verzlun, iðnaði eða herbraski, meðan vöxtur andans er háður öðrum hlutum en fjölmenni og efnahagsbolmagni. Vér verðum að festa sjónir á þessu og miða stefnuna við það blátt áfram, að byggja svo góðar andlegar fram- farir, sem hægt er að öðlast, á heilbrigðum efnahagsgrundvelli«. P. e. a. s.: Grundvöllur sjálfstæðinnar er: fjölmenni og fé. HLUTLEYSI SMÁRÍKIS. Pað hefir enga þýðingu fyrir okkur, þótt vér fengjum viðurkenningu stórveldanna fyrir því, að vér værum »hlutlaust« ríki. Víkingar fara ekki að lögum, þegar þeir eru í hernaðarhug.. — Pegar Pjóðverjar og Frakkar börðust um árið, bar svo við, að frakknesk hersveit flúði inn á Svissland, eða hörfaði þangað. Pá gerði Bismarck sér hægt um hönd: sím- aði á augabragði stjórn Svisslendinga og sagði: Vér vöðum inn á Svissland með her manns, nema þér takið Frakkana í varðhald og flettið þá herklæðum og vopnum. Pað gerðu Svisslendingar undir eins. Og síðan hafa þeir komið sér upp herbúnaði — til þess að vernda hlutleysi sitt. Peir hafa ekki sloppið við »hinn vopnaða frið«, þótt hlutleysi þeirra sé viðurkent á pappírnum. SNIÐINN STAKKUR EFTIR VEXTI. Paö hefir jafnan þótt vera hyggindavottur, að kunna að sníða sér stakk eftir vexti. Bóndi einn hér norðanlands bygði sér timburhús nýlega og hafði það svo stórt, að hálft húsið er alautt. Hann rís ekki undir bygg- ingarkostnaðinum og húsið fúnar auðvitað, auði helmingurinn fyrst og hinn á eftir. Auðvitað verður ólíft í því fyrir kulda og raka. Petta er að kunna ekki að sníða sér stakk eftir vexti. Pó er bóndi þessi vel gefinn. En hann bygði á vonum, sem ekki rætt- ust, í því efni, að hafa íbúð í húsinu. Áttu sendimenn vorir, sem gerðu Uppkastið, að byggja kröfur sínar við Dani, fyrir hönd vora, á vonum, sem bersýnilega gátu ekki ræzt? Áttu þeir að hætta heill þjóðar vorrar fyrir fordildar sakir? Áttu þeir að kosta ofurkapps um það, að byggja okkur afardýrt hús og svo stórt, að það mundi að vísu standa autt að hálfu leyti? Nei, segi ég, það áttu þeir ekki að gera og það gerðu þeir ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.1910)
https://timarit.is/issue/179017

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Vísindalegar nýjungar og stefnubreytingar nútímans.
https://timarit.is/gegnir/991006714729706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.1910)

Aðgerðir: